05.07.2012 17:18
Ísbjarnarfrétt. Að öllum líkindum hefur Ísbjörninn verið í Bitrufirði á Ströndum í desember
Í Desembermánuði sá íbúi í Bitrufirði á Ströndum Ísbjarnarför við bæinn sem hann/hún býr og hafði þegar í stað samband við Náttúrufræðistofnun íslands og tjáði þeim tíðindin með förin en á þeim bænum var þetta talið algjört bull og þvæla sem gæti engan vegin verið rétt.
En eins og alþjóð veit núna hefur sést til Ísbjarnar utanvert við Hvammstanga og hefur leit staðir yfir í allan dag og sömuleiðis að hluta í gær. Ekki er ýkja langt á milli Bitrufjarðar og Miðfjarðar einungis nokkrir kílómetrar, þannig að þá eru sterkar líkur á því að hann snúi til baka til Bitrufjarðar?
Strandamenn eru ýmsu vanir en þó ekki ýkja vanir Hvítabirnum, hvort Bjössi hafi haldið til í Ennishöfðanum er ekki vitað og hvort hann muni og eða koma til Stranda aftur verður tíminn leiða í ljós en alla vega verða menn að vígbúast og gera sig klára til að koma þessum ófögnuði fyrir kattarnef sem allra fyrst. Leitum og við munum finna kauða.