27.08.2012 21:11

Þessar gömlu myndir frá 1954 fékk ég frá Hrafni Heimissyni Hornafirði, strandaður bátur og Hólmavík








Eigandi myndana Hrafn Heimisson Hornafirði telur miklar líkur á því að þessi bátur sé í Strandafjöru en hvar er ekki vitað. Faðir hans var kennari við Hólmavíkurskóla 1954 til 1955 og tók slatta af myndum. Svo er skrifað aftaná Hólmavíkurmyndina og sagt frá nokkrum húsanöfnum sem þar eru, og það sést greinilega að beinaverksmiðjan er í fullum gangi. Breytingin á tanganum er talsverð frá 1954 til ársins 2012.