08.09.2012 20:07
Á vargurinn bandamenn hjá Umhverfisstofnun?
GÓÐ GREIN Í NÍASTA
BÆNDABLAÐINU UM REFA OG MYNKAVEIÐAR.
Ég hef á
tilfinningunni að líffræðingarnir séu hræddir um að ekki yrði mikið að gera hjá
þeim ef okkur vargveiðimönnum væri hleypt að skipulagningu vargveiðanna. Þeirra
vinna felst í því að viðhalda verkefninu út í hið óendanlega (sést best á
rjúpnarannsóknunum endalausu), en við veiðimenn myndum afgreiða verkefnið
fljótt og vel; það tæki okkur 3 til 5 ár að svo til útrýma minknum og koma refastofninum
í ásættanlegt horf fyrir náttúruna. Refaveiðar hafa verið stundaðar í árhundruð
og minkaveiðar nærri því allan tímann síðan fyrstu dýrin sluppu úr búunum í
kringum árið 1931."Okkar reynsla af umhverfisráðuneytinu hefur verið með þeim hætti
að við berum einfaldlega ekki fullt traust til ráðuneytisins," segir Óðinn
Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga (Morgunblaðið, 25 ágúst 2012).Þetta
er eins og talað út úr mínu hjarta, eftir að fræðingarnir tóku við veiðistjórnun
hefur ref fjölgað um 30%. Það er enn verið að skrifa lokaskýrslu um
minkaveiðiátakið sem var á Snæfellsnesi og í Eyjafirði fyrir nokkrum árum og
verður spennandi að lesa hana og sjá hvað líffræðingarnir leggja til. Ég svo
sem veit hver niðurstaðan verður;
rannsaka meira.Ég og veiðifélagar mínir höfum bjargað ótal lífum með
vinnu okkar.(Hér á eftir fylgir bútur úr samtali.)"Hvernig getur það verið, þú
ert alltaf að drepa eitthvað," segir við-mælandi minn.Þetta snýst ekki um að
drepa, enginn vargveiðimaður hugsar þannig. Þetta er bara vinna, eins og til
dæmis að eyða geitungabúum, sem öllum finnst eðlilegasti hlutur í heimi vegna þess
að flestir eru hræddir við geitunga.Minkur og refur eru vargar í náttúrunni og
þurfa visst aðhald, minkurinn er þar mesta vandamálið."Og hvað með það, á ekki
minkurinn sama rétt og við til að lifa? Er ekki nóg æti fyrir hann? Ég sé ekki vandamálið."Ef
vargurinn fengi frið fyrir okkur veiðimönnum, þá væri ekki langt að bíða þess
að fækkaði eitthvað fuglategundum. Flestir vita hvernig fór fyrir flórgoðanum."En
af hverju ert þú að drepa tófur líka, þær eru bara fallegar og gaman að sjá
myndir af þeim, til dæmis frá Hornströndum."Hefur þú komið á Hornstrandir og hlustað
á fuglasönginn þar?"Nei, ég hef bara séð myndir á Facebook hjá kærasta vinkonu minnar."Já,
einmitt, en hefur þú séð einhverja mynd á Facebook af mófuglum á Hornströndum,
hjá kærasta vinkonunnar?.....Löng þögn... "Nei, en hann tók mynd af æðarfugli."Og
af hverju ætli hann hafi ekki tekið mynd af öðrum tegundum? Það er vegna þess
að þar er ekki eftir nema einn mófugl. Refurinn er friðaður þar og nær að
útrýma öllu lífi."Getur ekki verið að það hafi aldrei verið mikið af mófugli
þarna?"Við getum ekki svarað því svo vísindamenn trúi. Fólk sem bjó þar áður
fyrr og ólst þar upp segir frá því að mikið fuglalíf hafi verið þarna, en líffræðingarnir
trúa því ekki."Hvað vilt þú þá gera til að réttlæta fyrir mér að fækka ref
þarna? Það ætti að telja fugla á einhverju afmörkuðu svæði eitt sumar, byrja á
veiðum á ref á öllu svæðinu strax og sjá hver niðurstaðan verður eftir 3 til 5
ár.En ég get lofað þér því að það mun strax sjást munur á fuglalífinu eftir fyrsta
sumarið."Já, en mér finnst ófært að ríkið sé að borga með veiðum og nota
skattinn sem ég borga, af hverju geta ekki bændurnir og þeir sem hagsmuni hafa af
veiðunum borgað sjálfir?" Já en þú gleymir einu, bændur borga líka skatta, og
síðustu ár hefur ríkið ekki borgað eina krónu til rafaveiða. Þá finnst öllum
sem stunda einhverja útivist gaman að heyra fuglasöng."Mér finnst það samt út í
hött að ríkið borgi með skattpeningunum mínum eyðingu á ref og mink."Þú mátt
hafa skoðun þína í friði fyrir mér, en heldur þú að bóndi austur á fjörðum sé
alveg sáttur með að skatturinn sem hann borgar renni til sinfóníuhljómsveitarinnar
sem heldur örfáa tónleika á ári, fyrir snobbhænsn úr þéttbýlinu, drekkandi
freyðivín úr háum glösum?"En hvernig stendur þá á því að ykkur veiðimönnum
gengur ekki betur í baráttu við varginn, þarf þá ekki að rannsaka varginn
meira, til þess að ná árangri?Nei, það þarf ekki. Vísindamenn hafa verið að
rannsaka atferli, hegðun og framkomu minksins síðan elstu menn muna og þeir
vita núna að minkur sem heldur sig við sjávarsíðuna borðar helst sjávarfang, og
minkur sem heldur sig inn til landsins borðar meira af kjötmeti ýmiskonar, fugla
og mýs, einnig fiskseiði við vötn. Við verðum að átta okkur á því að lífið er
ekki eins og í Disney-mynd. Það eina sem ætti að rannsaka er, hvað er búið að
rannsaka minkinn mikið, og eins hversu mikið er að sleppa úr minkabúunum enn í
dag. Við vargveiðimenn "berjumst" á mörgum vígstöðvum; við Umhverfisstofnun,
sveitarstjórnir og einstöku sinnum við landeigendur, til viðbótar við varginn. Bændablaðið - http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6261
Jón Pétursson minkaveiðimaður.