02.01.2013 20:15

Helstu mínar fjallaferðir 2012.





23 júní heimsótti ég Mókollsdal sem er í uppsveitum Kollafjarðar - þar er leirholt sem átti að vinna úr sem postulín samkvæmt gömlum og sönnum heimildum.





27 maí fór ég í 3 sinn upp á Byrgisvíkurfjall  sem fólk ætti að heimsækja enda stutt að fara til dæmis frá Hólmavík.



2 júní skrapp yfir til Kaldalóns í djúpi og rölti  mér upp að Drangajökli í steikjandi hita, frábær ferð.



3 júní fór ég í sleðaferð norður til Ingólfsfjarðar og kom við á Glifssu sem er á milli Ingólfsfjarðar og Reykjafjarðar.


Heimsótti Vaðalfjöllin í 4 sinn 9 júní. Gott útsýni þaðan til allra átta.




28 júlí heimsótti ég Árneshrepp og rölti mér upp á Örkina sem er upp af Kjörvogi - glæsilegt útsýni  þaðan um allan Húnaflóann og flest flottustu fjöll á Ströndum.





18 ágúst lét ég svo verða af því að heimsækja Hafnarfjall í Borgarfirðinum í bongó blíðu, á þessar slóðir kem ég síðar, fagurt er útsýnið þaðan.