26.01.2013 15:16

Einkennisdýr Vestfjara verðir Sauðkindin en ekki bragðarefurinn góðu skoðendur.




Í dag á http://www.bb.is/ er frétt um að - Melrakkinn ekki einkennisdýr Vestfjarða - og vitnað í viðtal við stórbóndann og ekki síst veiðimanninn Indriða Aðalsteinsson á Skjaldfönn við djúp. Það hefur verið viðrað hjá þeim sem eru ástfangnir af refum og þeim sem hafa einhverja hagsmuni af því að fræða ferðafólk hvað refurinn er fallegur og gáfaður og svo framvegis. En málið er ekki svona einfalt, refurinn er mesta skaðræðisdýr ásamt minknum sem hafa numið land á Vestfjörðum ásamt því að margfalda refastofninn í skjóli fræðimanna og kvenna sem hafa lifibrauð af því á kostnað ríkisins og það á Hornströndum að friða refinn um ókomin ár í skjóli rannsóknarhagsmuna viðkomandi svo nefndra fræðimanna. 

Það þarf ekki merkilegan fræðimann til að sjá það hvernig náttúran hagar sér hvað þá refurinn sem drepur og eyðir öllu fuglallífi hvar sem hann setur niður sínar fætur. Fuglalíf á Hornströndum eftir að refurinn var friðaður er nánast horfið, sem sagt sviðin jörð, þökk sé þeim fræðimönnum og konum sem hafa gjört þetta, eða hitt ó heldur. Refavinir sem eru á ríkisjötunni eru þar á skiljanlegum ástæðum vegna hagsmuna sinna.

En málið er ekki svona einfalt eins og refavinir hafa lagt upp með. Við Vestfirðingar sem hafa alist hér upp í vestfirsku sveitum og vitum um hvað málið snýst um og við getum ekki látið ríkisjötufólkið valta yfir okkur á einn eða neinn hátt. Hér vestra hefur sauðkindin haldið okkur á lífi um aldir en það hefur refurinn ekki gert. Sauðkindin er sú lífvera sem hefur lifað af alla þá lífs baráttu sem við mannfólkið höfum ekki gjört. 

Bara sem smá dæmi um þessa harðgerðu lífveru sem kindin er svo að ekki sé minnst á hretið sem gekk yfir landið í septembermánuði síðastliðnum og nú um daginn fundust kindur í efri dölum Skötufjarðar  við djúp og í gær fundust kindur í Hvannadal sem er sunnanmegin við Rauðamýri við djúp. Sauðkindin hefur haldið lífi í okkur Íslendingum um hundruða ára og mun gera það um ókomna framtíð, mun þiðað.