27.02.2013 22:27

Sorgardagar hafa flætt yfir hjá minni ætt og mér tengdum síðustu daga.



Það eru nú takmörk á því hvað er hægt að leggja á suma með gjörninga náttúruhamförum og það á ungt og upprennandi fólk sem á lífið allt framundan. En sumum er ekki ætluð að vera í okkar lyfandi lífi en takast þá örugglega á við önnur verkefni á æðri stöðum.  Ég er afar stoltur að eiga heilsteypta ættingja og vini á öllum aldri og ekki síst að eiga heilsteypt og hraust börn sem eru mér allt. Á erfiðum tímum eins og hefur verið nú síðustu daga þegar dóttir mín Hekla Björk og unnusti hennar Oddur Logi eignuðust lítinn strák síðla kvölds 25 síðastliðin komin 21 viku á meðgöngu er öllum ofiða að horfast í augun á þeirri staðreynd að litli snáðinn verði ekki á meðal vor nema í huga okkar og hjá öllum förnum ættingjum á æðri stöðum og ég líka veit það að móðir mín heitin og langamma snáðans Svava Pétursdóttir frá Hrófbergi hafi tekið vel á móti honum og vermi hann á allan hátt eins og hún var vön að gera með okkur og alla sem hún kom með sinni nærveru.  Góðar þakkir góðu vinir fyrir allar þær hughreystandi kveðjur til okkar sem tengjumst litla stráknum okkar á einn eða annan hátt. Guð blessi ykkur.

 

Ungamærin mæta

mín elskulega og fín.

Ég skal ávallt gæta

Þín indæl Hekla mín.

Þú situr hér hjá ömmu

heiðurs mærin fín.

Ert ástinn pabba og mömmu

og allra silki lín.

Höfundur Svava Pétursdóttir gjört í október 1992.