17.02.2014 21:07
Boltafrétt. Fótbolta mót Geislans í 5 flokki stráka haldið á Akureyri um síðustu helgi...
Við ferðuðumst til Akureyrar um síðustu helgi með 5 flokk stráka í fótbolta á fótboltamót Þórs. Sem hefur heitið goðamót þórs. Þessir sömu strákar fóru þangað í fyrsta skiptið í fyrra og stóðu sig með sóma þá og fengu afhent verðlaun fyrir prúðasta liðið innan vallar sem utan vallar en náðu ekki að vinna marga leiki í það skiptið eða einn að mig minnir. Núna var blásið til sóknar fyrir þetta árið og það skilaði okkur titli. Þeir unnu sína deild og ekki nóg með það heldur unnu alla sína leiki. Þeir komu því heim með bikar með sér í gær, sem verður varðveittur uppí íþróttahúsi. Þeir eiga fyllilega skilið að fá umfjöllun og athygli fyrir þennan árangur. Þarna vorum við litla liðið frá Hólmavík að spila við stóru liðin. Meðal liða á mótinu voru KR, Þór, KA, Hvöt og mörg fleiri. Við vorum klárlega minnsta bæjarfélagið en samt það bestaJ. það stendur svo til að fara með þá á næstu mót fyrir þeirra aldursflokk. Þeir munu fara á smábæjarleika í vor á Blönduósi og svo munu þeir fara á unglingalandsmót í ágúst og sennilega fara á einhver fleiri mót í sumar. Þetta eru upprennandi fótboltamenn sem við eigum hér og eru okkur öllum til sóma hvert sem þeir fara fyrir prúðmennsku og góða framkomu.
Þeir sem eru í liðinu eru þeir: Halldór Vikingur Guðbrandsson, Róbert Máni Newton, Svanur Eðvald Halldórsson, Sævar Eðvald Jónsson, Helgi Júlíusson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson, Viktor Gautason, Friðrik Heiðar Vignisson, Guðmundur Snorrason.