08.01.2016 20:46
Íslandspóstur fækkar póstferðum í Strandabyggð og Kaldrannaneshrepp úr 5 í 3 á viku 1 apríl 2016
Hólmavík 5 janúar 2016.
Efni bréfs varðar skerta póstþjónustu í Strandabyggð og Kaldrannaneshrepps sem á að taka gildi 1 apríl 2016.
Starf mitt er Landpóstur Strandabyggðar og Kaldrannaneshrepps í Strandasýslu síðan árið 2000 fram á þennan dag eða endar að öllu óbreyttu 31 mars 2016.Ég vil taka það fram í byrjun að Íslandspóstur er í eigu allra Íslendinga ekki bara nokkra útvaldra sem telja sig eiga fyrirtækið sé litið til verka yfirmanna Íslandspóstsins.Á gamlársdag 31 desember 2015 fékk ég ábyrgðarbréf frá Íslandspósti þar sem segir eftirfarandi.
Ágæti Landpóstur.
Eins og kunnugt er þá hefur Íslandspóstur óskað eftir að
fækka dreifingardögum í sveitum vegna stöðugt minnkandi bréfmagns. Ný
reglugerðarbreyting frá október 2015, heimilar að fækka landspóstaferðum um úr
fimm í viku í ferðir annan hvorn dag. Af þessum sökum standa fyrir dyrum afar
umfangsmiklar endurskipulagningar á landpóstaþjónustunni hjá Íslandspósti.
Þér er hér með sagt upp núverandi verktakasamningi við
Íslandspósts með þriggja mánaða fyrirvara frá og neð 31. Des 2015. Miðað er við
að síðasti starfsdagur þinn verði 31. Mars 2016. Tilvitnun líkur.
Á vef Íslandspósts stendur eftirfarandi - http://www.postur.is/um-postinn/starfsemi/hlutverk-saga/
Dreifikerfi póstsins nær til allra heimila og fyrirtækja landsins, þar af 99,5% fimm daga vikunnar. Pósthús og landpóstar veita viðskiptavinum alhliða póstþjónustu, óháð staðsetningu. Pósturinn starfar á alþjóðavísu með öðrum póstþjónustum og samstarfsfyrirtækjum um vörusendingar til og frá Íslandi og myndar þannig sterka tengingu við erlend dreifikerfi um allan heim.
Eins og sést á vef Íslandspósts þá eru að 0.5% sem fá
ekki póst sinn fimm daga vikunnar.
Að framan sögðu vil ég beina erindi mínu til ráðamanna og kvenna Íslands sem eru Alþingismenn allir að tölu 63 að fara eftir lögum og reglum að allir þegnar Íslands eygi að sitja við sama borð hvað varðar bréfa pakka og aðra þjónustu Íslandspósts ekki bara Höfuborgarsvæðið - Eyjafjarðarsvæðið og Egilsstaðasvæðið.
Virðingarfyllst.
Jón Halldórsson Landspóstur
Miðtúni 1
510 Hólmavík.
Ofanritað sent til eftirfarandi.
Alþingismenn Norðvesturkjördæmis + nokkrir aðrir..
Sveitastjórn Strandabyggðar. Sveitastjórn Kaldrannaneshrepps. Íslandspóstur
hf. http://bb.is/
Íslandspóstur fækkar póstferðum í Strandabyggð og
Kaldrannaneshrepp úr 5 í 3 á viku 1 apríl 2016
Það skal tekið fram þegar þetta er ritað 8 janúar hafa sára fáir svarað mínu bréfi en þó einn ráðherra sem svaraði nánast strax og sagðist ætla að kanna málið og svo svaraði einn þingmaður sem sagði bara það væri leitt að mér hefði verið sagt upp lélegt svar bara til skammar.
Sveitarstjóri Strandabyggðar svaraði og þetta mál verður
tekið fyrir í sveitarstjórninni á næsta fundi og svo svaraði einn
sveitarstjórnarmaður (kona) flott hjá henni og svo verður málið tekið til
umfjöllunnar í sveitarstjórn Kaldrannaneshrepps á næsta fundi.
Að endingu þetta.
Ég er alin þannig upp að svara öllum fyrirspurnum og
bréfum sem maður fær ef óskað er eftir svari en það er ekki með þessa blessaða
alþingismenn sem kunna það greinilega ekki sem er þeim til mikillar skammar en
ef núna færu fram kosningar hjá þeim þá mundu þeir allir með tölu svara og það
STRAX.
En hvort ég haldi áfram sem landspóstur frá og með 1
apríl 2016 veit ég ekki en mér er boðið það þá með 40% tekjuskerðingu vildu
ráðamenn þjóðarinnar vilja lækka sýn laun um 40% ég bara spyr ég held ekki.
En það er margt í kortunum og næg verkefni framundan sem
ég þarfa að sinna svo sem mikil myndvinsla að vinna myndir og koma þeim í verð
í það minnsta vilja margir eignast þær meira um það síðar.
Jón Halldórsson
Enn Landpóstur
Hólmavík.
MBL 8 janúar - http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/08/islandspostur_faekkar_dreifidogum_3/