27.01.2016 22:33
Strandabyggð, Kaldrannaneshreppur, Reykhólahreppur,Dalabyggð mótmæla skerðingu á pósti.
Skert póstþjónusta var tekin fyrir á alþingi 21 janúar - skoðið umræðuna
- http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20160121T104955
---
---
Varðar þetta rýrnunarmál Landpósts.það ber að þakka það sem vel er gert Sveitarstjóra sem brást vel við minni beiðni að taka þetta fyrir í sveitarstjórn Strandarbyggðar og var flottur pistill sendur til valdra alþingismanna og ráðherra og toppum Íslandspósts sem ég gerði líka og ekki veit ég annað en Kaldrannaneshreppur hefur gert slíkt sama. Góðar þakkir fyrir skjót viðbrögð bara æðislegt.Og þá er bara að vita hvað spörfuglarnir gera í sínum spilltu turnum og ofur jeppum þeir fá örugglega póst sinn daglega ef ekki oftar en við aumingarnir lækkum um heil 50% en ekki þeir er það réttlátt nei og aftur nei. Hvort ég haldi áfram ef lækkunin verður að veruleika kemur bara í ljós í það minnsta fyrir 1 apríl 2016 sem verður kannski bara stórt aprílgabb þegar all kemur til alls.En þið hafið mig allaveganna fram að aprílgabbi 2016.