17.02.2016 16:32
Sveitarfélagið í Kaldrananeshreppi bókaði eftir farandi á sveitarstjórnarfundi 10.02.2016.
Sveitarfélagið
í Kaldrananeshreppi bókaði eftir farandi á sveitarstjórnarfundi 10.02.2016.
Sveitarstjórn
Kaldrananeshrepps mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem íbúar sveitarfélagsins
eru beittir með boðaðri skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli. Öllum má ljóst
vera að flestir sem skert póstþjónusta bitnar nú á búa ekki við neins konar
aðra þjónustu af sama eða svipuðum toga auk þess sem sömu svæði búa við
algerlega ónothæft netsamband sem útilokar að fólk geti sinnt störfum eða námi
á netinu.
Sveitarstjórn mótmælir einnig
harðlega þeim ójöfnuði sem enn og aftur er boðaður fólki í dreifðari byggðum
þessa lands og kemur berlega í ljós í reglugerð, nr. 868/2015 um breytingu á
reglugerð nr. 365/2003 þar sem stendur í 10 gr.
"Á dreifbýlissvæðum, þar sem
kostnaður við dreifingu er þrefaldur eða meiri miðað við sams konar kostnað í
þéttbýli, er rekstrarleyfishafa heimilt að fækka dreifingardögum í annan hvern
virkan dag"
Sveitarstjórn
Kaldrananeshrepps skorar jafnframt á ráðamenn þjóðarinnar að endurskoða áður
nefnda breytingu á reglugerð nr.365/2003 um skerta póstþjónustu í dreifbýli og
jafnframt að snúa við þeirri hugsun að í lagi sé að festa í lög og reglugerðir
ójafnræði milli íbúa þessa fámenna lands" Meira um sama efni - http://holmavik.123.is/blog/2016/01/27/743338/