28.03.2016 16:38
Breytingar á fyrirkomlagi dreifingar á pósti fækkun ferða um 50% á Ströndum.
Breyting
á fyrirkomulagi dreifingar Pósts.
Tekið af vef Íslandspóst.
Í september á síðasta ári gaf innanríkisráðuneytið út
breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu. Meðal breytinga
sem reglugerðin tekur til er póstdreifing á svæðum þar sem kostnaður er
hlutfallslega hár, en þar er heimilt að fækka dreifingardögum í annan hvern
virkan dag og mun sú breyting taka gildi þann 1. mars næstkomandi. Í
reglugerðinni (nr. 868/2015) segir meðal annars:
Á dreifbýlissvæðum, þar sem kostnaður við dreifingu er þrefaldur eða meiri
miðað við sams konar kostnað í þéttbýli, er rekstrarleyfishafa heimilt að fækka
dreifingardögum í annan hvern virkan dag. Rekstrarleyfishafi skal senda Póst-
og fjarskiptastofnun tilkynningu þess efnis með rökstuddri greinargerð um
kostnað. Stofnunin skal yfirfara og staðreyna útreikninga rekstrarleyfishafa og
eftir atvikum hafna eða samþykkja umsókn, innan þriggja mánaða.""Jafnframt
getur rekstrarleyfishafi sent Póst- og fjarskiptastofnun rökstudda umsókn um
undanþágu frá ákvæðum 1. mgr., ef hann metur kringumstæður eða landfræðilegar
aðstæður þannig að útburður pósts alla virka daga sé verulegum erfiðleikum
bundinn á tilteknum landsvæðum."Íslandspóstur hefur sent Póst- og
fjarskiptastofnun tilkynningu og rökstudda greinargerð um fækkun dreifingardaga
á svæðum, þar sem kostnaður er hlutfallslega hár, og hefur stofnunin heimilað
breytinguna. Eftir að breytingin tekur gildi verður dreifing alla virka daga
vikunnar til um 95% landsmanna.
Smá frá niðurskurðarlandpóstinum á Ströndum.
Frá og með 1 apríl gengur í gildi nýtt dreifingarfyrirkomulag
með út burð á pósti sem tilheyra Strandabyggð og Kaldrannaneshreppi aðra vikuna
eru það þrír dagar mánudagur- miðvikudagur og föstudagur og svo hinu vikuna eru
það einungis á þriðjudag og fimmtudag
sum sé vel 50% skerðing á dreifingu pósts og pakkavöru. Eins og áður hefur
komið fram þá er meiri skerðing í kortunum há Íslandspósti sem er að legga
niður útibúið á Drangsnesi sem er til húsa í Kaupfélaginu á Drangsnesi og sem
tekur gildi skilst mér í sumar og þá á póstskömmin að bera allan póstinn til
þeirra á staðnum en þessi síðanefnda aðgerð skilar Íslandspósti litlum sem
engum hagnaði.
En svona er þetta ég ræð engu um þetta
Alþingismennirnir allir með tölu áttu að sjá um þetta en þeir skrifuðu undir
fækkunarskjalið án þess að hafa hugmynd um hvað þeir væru að skrifa undir.