28.04.2017 18:08
Gamlar myndir frekar óskírar en læt þær flakka enda á ég þær sjálfur.
Á haustdögum 1974
var ég í vinnu hjá Ásgeiri Höskuldssyni (Hitatæki hf) á Holtavörðuheiðinni við
að reisa línu möstur yfir heiðinna og þar kynntist ég Þyrlufeðgum Andra og Jóni
Heiðberg sem flugu með steyputunnur í möstrin og á helgum fórum við Jón oft á
böll á Þyrlunni í Varmahlíð og líka í Húsafell og einu sinni til Hreðavatns.
Nokkrum árum
seinna fórust Jón og Ásgeir þegar þyrla þeirra fórst á Mýrdalsjökli og ég hitti
Jón síðast deginum áður á balli í Klúbbnum og sagði mér frá væntanlegri för
sinni morgundagsins.
þessar myndir þarf nú ekki mikið að segja frá þær skýra sér sjálfar.Fyrrum Stakkanesbóndinn Guðmundur Björnsson ásamt bíl sýnum T 214.