27.11.2020 19:17

Minningar um þennan dag 27/11 1986....


27.11 1986. 
Fyrir 34 árum þegar Vestfirðirnir fylltust af rjúpu. 1986 þegar 15 Október fyrsti í rjúpu kom upp á dagartalið var haldið til veiða og gerði það alla daga ef veður leifði það. Þetta haust 1986 var nú ekkert þannig mikið af rjúpu maður fékk oftast um frá 10 til 20 stk á dag sem manni þótti þá bara ágætt en í Nóvember gerði vonsku veður í marga daga og landið var nánast komið á kaf í fönn og í þá daga var ekki í tísku að fara til rjúpna á bílum snjósleðum eða fjórhjólum sem reindar vóru ekki til á þeim tíma. En seinni hluta Nóvember 1986 gerði blind bil í marga daga en þegar birti upp 27 Nóvember 1986 fór ég á stjá á mínum Zetor frá Hrófbergi í kaf ófærð fram Staðardalin og fór fram undir Kleppustaði og var með kíkir og sá svo sem enga rjúpu en í bakaleiðinni við Víðivelli sá ég það sem sára fáir hafa séð, í túninu á Víðivöllum vóru heilu breiðurnar af rjúpu hvert sem litið var og ég var bara með eins skota rússa sem gerði sitt en þegar hlaupið fór að hitna þá fór ég ekki að hitta vel vegna þess að hlaupið var bara rauð glóandi og varð að setja hlaupið af og til í snjóin til að kæla hlaupið. En í stuttu máli var Strandakallin bara í Nokia með rússan sem vopn og varð skotalaus rétt fyrir mirkur, skotbeltið var með 52 skot og var með 5 magnúm skot nr 1 ef maður mundi sjá ref, en þarna var engin refur en túnið fullt af rjúpu en þennan dag 27 1986 fékk ég 127 rjúpur og varð skotalaus og refaskotin vóru líka notuð reindar voru þaug notuð á löngu færi og maður reindi að fá sem flestar í einu skoti, en þessi dagur verður mér alltaf minnisstæður, en næsta dag 28 Nóvember 1986 fékk ég 72 rjúpur í svonefmdri Stakkamýri sem er utanvert við Ósána og í marga daga fékk um 50 stk á dag. Það vita það margir að þetta árið 1986 var talsvert mikið af rjúpu á Vestfjörðum og ég ásamt nokkrum öðrum hér vestra vórum að fá nokkur hundruð rjúpur á pr mann en þetta vóru bara nokkrir kallar sem vóru á veiðum sem kom sér vel fyrir budduna og við höfðum bara ágætis tekjur af þessari rjúpnaveiði og það var mikil eftirspurn eftir eftir rjúpunni frá hótelum og verslunum og eftirspurnin var mikil og verðið var afar gott. En núna er öldin önnur engin má eitt eða neitt og í gamla daga vóru þetta bara nokkrir kallar að fá ca um 5000 þúsund rjúpur hér vestra en núna eru hér tugir manna á alskonar farartækjum og með margskota byssur og þefa hunda til að finna bráðina og líka að ná í hana sem ég tel engan veiðiskap og kalla sig Sportveiðimenn og rakka okkur niður sem við hér vestra þurftum að fá sallt í grautin en í staðin vórum við kallaðir magnveiðimenn og líka umhverfissóðar. En í lokin þetta á þessum magnaða degi 27 Nóvember 2020 er ekkert að ske á neinum sviðum, sviðin jörð lítið sem engin rjúpa en talsvert magn á svotöldum sportveiðimönnum en ekki bara nokkrir kallar sem í dag eru kominir vel við aldur en samt ekki dauðir úr öllum æðum en samt getum við veitt ennþá en þá kemur orðið Sölubann einungis á rjúpu er algjört stórt bull, en margir eru að selja gæsir - endur - svartfugl og skarfa og klárlega fleiri tegendur sem stenst engan bókstaf öfgasinna. Þá vitið þið þetta sem er bara smá upprifjun manns sem var atvinnumaður á rjúpu en 27/11 1986 gleymist mér seint úr minni - aldrei. 
Njótið helgarinnar...