20.04.2021 22:01
Sveitarstjóra í Strandabyggð sagt upp störfum og honum er meinað að koma inn á sinn kontor
Sveitarstjóra í Strandabyggð sagt upp störfum
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sagt Þorgeiri Pálssyni sveitarstjóra upp störfum. Ólík sýn á stjórnun og málefni sveitarfélagsins hefur orðið þess valdandi að leiðir sveitarstjórans og sveitarstjórnar liggja ekki lengur saman. Samstaða er í sveitarstjórn um ákvörðunina. Ekki er óskað eftir því að Þorgeir vinni uppsagnarfrest sinn sem eru þrír mánuðir og hefur hann þegar látið af störfum. Sveitarstjórn hyggst taka sér nokkra daga til að ákveða næstu skref. Skrifstofa Strandabyggðar tekur við erindum og málum og sveitarstjórn mun verða starfsfólki til aðstoðar við úrlausn mála.
Sveitarstjórn þakkar Þorgeiri fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Sveitarstjórn Strandabyggðar