07.04.2011 05:47

Hreindýr til Vestfjarða skapa tekjur. Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar er ekki til.

tarfur.jpg (20352 bytes)

Í gær 6 apríl á fréttabiðlinum BB.IS var fjallað um nefnd sem er kölluð Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar og nágrennis, vegna áhuga marga Vestfirðinga og annarra Íslendinga um að leifa lausagöngu Hreindýra inn á eignarlönd viðkomandi landeiganda á Vestfjörðum. Það skal tekið fram að Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar er ekki til og hefur aldrei verið til. En þessi fyrrnefnda nefnd kvu vera þriggja manna nefnd úr þremur hreppum sem eru Strandabyggð og þar er Jón Stefánsson á Broddanesi formaður og með honum er Eiríkur Snæbjörnsson Stað Reykólasveit og Bassin Guðbrandur Sverrisson Bassastöðum fyrir Kaldrannaneshrepp. Þessir ágætu menn hljóta hafa komið saman til að funda um hugmyndir allmargra manna og kvenna sem vilja fá Hreindýr til Vestfjarða og þykjast vera drullu hræddir um að þessi fallegu dýr komið með smitsjúkdóma til Vestfjarða og þar og með smitað allt búfé sem þar er. Þessi nefnd sem er svolítið skringilega sett saman og af hverju veit ég ekki varla af þessum þrem hreppum sem þeir nefndarmenn koma frá? En að setja þetta svona upp í áróðurstíl gegn þeim aðilum sem vilja fá Hreindýr til Vestfjarða og þar af leiðandi að skapa talsverða fjármuni á svæðinu og þar af leiðandi hjá bændunum sjálfum skil ég engan vegin að þessir ágætu menn skuli vera á móti því að auka tekjur bænda og landeiganda sem aukabúgrein með því að leifa að Hreindýr komi sem allra fyrst til Vestfjarða.  Þessi nefnd má ekki vera með hræðsluáróður gegn þessum dýrum svipað og er gert við ICESAVE ruglið - Jáið eða Neiið .  Eitt að lokum sem þessi nefnd mætti taka til umfjöllunar og senda umfjöllina til ráðamanna þjóðarinnar sem er þessi, að þið og allir þeir og þær sem eiga fé á því svæði sem ónýta Sauðfjárvarnargirðingin liggur frá Tóftarvík í Steingrímsfirði og yfir Kollabúðarheiði og til Þorskafjarðar að sú girðing verði tekin og allt hreinsað á kostnað eiganda sinna sem er Íslenska ríkið Ísland, og að það verði gert eigi síðar en í sumar 2011, þessi girðing er öllum stórhættuleg  og líka mönnum. Ps. Hreindýr til Vestfjarða sem allra fyrst.