Færslur: 2007 Desember

14.12.2007 23:11

Dagur 4.

Fjórði, Fjarstýringafelir,                          Hann setur þær í sófann,
með fíkn frá græjum góðum.                   skáp eða verri svæði.
Hann tekur allt með tökkum,                    Svo allri sem að leita
og týnir því jafnóðum.                               enda í miklu bræði.


13.12.2007 23:20

Dagur 3.

                  Lagstúfur hét sá þriðji                         Gömul lög og glötuð,
                          sem raular lög í dúr.                             þau gerast ekki verri.
                           Þau æða beint í heilann,                     Stef úr auglýsingum,
                            þú aldrei nærð þeim úr.                       eða eftir Stormsker, Sverri.


                             

12.12.2007 22:42

Dagur 2.

                                          Gemsagaur er annar,                  
                                                 grallari og dóni.
                                                 Hann einkennist af síma
                                                 með slæmum hringitóni.


                                                          Lengi er hann að svara
                                                          og lætur síman hringja.
                                                          Í bíó tekur gemsann
                                                          og beint í tól mun syngja.

12.12.2007 22:39

Á rúv í morgun, rjúpan á 10.000 kall.



Þetta er algjör bilun að borga 10 þúsundkall fyrir aggarsmáan munnbita. Þegar eg kveikti á útvarpinu í morgun var það fyrsta sem eg heyrði þegar morgunliðið var að lesa úr blöðunum að rjúpan færi á 10 þúsundkall stk. Klikkun. En mergurinn málsins er sá að þeir sem hvöttu ráðamenn á að seta sölubann á rjúpu voru að skjóta sig í lappirnar með þessu sölubanni, sem aldrei átti að vera sett á. Það er eins gott að friða rjúpuna alfarið, eða í 5 eða 10 ár og eftir það að aflétta sölubanninu sem gerir ekkert annað en að menn selja rjúpuna á svörtum markaði. Og líka annað að allmargir alvöru rjúpnaveiðimenn sem áttu kúnna áður en sölubannið var sett á hafa alltaf samband eða skyldmenni þeirra og vinir og kanna alltaf í nóvember og í desember hvernig staðan er hjá veiðimanninum. Þannig var og er nú það. Þessi mikla verðhækkun á rjúpunni er alfarið þeim að kenna sem kallast skrípaorðinu sportveiðimenn með aðstoðar þef leitar slefandi hunda sem eru meirasegja í vesti og ýlupíputæki.

Ef árið 1986 væri núna þá væri gaman að lifa sem var þá. Það ár var eitt það besta hér sem rjúpnaveiðiár. Þá voru þetta örfáir menn sem skutu rjúpu af einhverju magni, eg fullyrði það að á árunum 1980 til ca 1990 voru þetta kanski 15 til 20 menn sem stunduðu rjúpnaveiði af einhverju ráði, sem er núna Strandabyggð. En á síðustu ca 10 árum koma heilu herdeildirnar vopnum búnar með sjálfvirkar byssur og áðurnefnda þefhunda og sumir á fjórhjólum. Þessi herfjöldi sem kemur á fyrstu vikum veiðitímabils, ryksugar upp alla þá fugla sem finnast og ekki síst ef jörð er auð. Þannig að það hefur verið ef til vill verið skotnar fleiri rjúpur sem ekki hafa verið gefnar upp til veiðistjórans eftir að sölubann var sett á rjúpuna. Þetta er mín tilgáta hvernig er komið fyrir rjúpunni. Og að lokum heyrði eg viðtal á rúv í haust við Ólaf Kr Níelsen Vistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem hann sagði það að fækkun á rjúpu væri míkið að kenna þeim girðingum og rafmagnslínum sem væru komnar út um allt. Þessi blessaði maður fer með bull og bölvaða þvælu. Áður sagði hann að skotveiðar hefðu engin áhrif á stofnstærð rjúpunnar. Hann og hans álíka eru á miklum villigötum í þessu máli sem og refa friðunarbullinu á Hornströndum og annarstaðar á landinu góða. Nýtt lið á N I, þar er hjörð manna og kvenna sem virðast vera bara þar til þess að vera þar á ríkisjötunni. En 10 þúsund kallin á stk? . En allavega væri gott núna að eiga svipað magn af rjúpu og var 1986, þó ekki væri nema helmingur. BINGÓ.

11.12.2007 23:00

1 af 13 kemur til byggða.

                                                                                                 1.
Segja vil ég sögu
af sveinunum þeim,
sem taka við af tröllum,
í tæknivæddum heim.

2.
Út um allt þeir sáust,
oftar en áður.
Og láta illum látum,
svo landinn verði þjáður.
3 .
Grýla fín var orðin,
með fullan fataskáp.
En svali Leppalúði,
sat fast við sjónvarpsgláp.


4.                                                                                   7.
Enn jólasveinar nefnast,                                               Brunandi á bílnum,
um jólin birtast þeir.                                                       Þeir birtast hér og þar,
Og einn og einn þeir koma,                                          Og birja strax að herja á
en aldrei tveir og tveir.                                                    bæi alstaðar.
                                              
5.                                                                                     8.
Þeir eru þrettán,                                                             Miklu verr en áður,
þessir nýju menn.                                                           og aldrei hika við.
Og allir vildu ónáða                                                        Og hrekkja fólk og trufla
eins flesta í senn.                                                            Þess heimilsifrið.

6.
Að nútímanum vöndust,
nokkuð betra enn við.
En líka gerðu grikki,
af gömlum trölla sið

                                     


          9. 
          Gekk-á-staur er fyrstur,
           með fíflalæti og bögg.
           Eftir snafs og öl
           og ótal jólaglögg.

            10.
             Vill hann tæma flöskur,
              Það veittir mikla sælu
              Loks stoppar jóla gleðin,
              Í stórum poll af ælu.

10.12.2007 22:48

Tilraunamyndatökur í myrkri.

Ekki er allt sem sýnist það sem maður tekur og skoðar svo eftir að mynd er tekin, þá virkar myndin bara ansi vel. En þegar að maður er komin með myndirnar inní tölvuna þá eru flestar nánast handónýtar. En þetta var bara tilraun að taka myndir í myrkri á opnu svæði þar sem marglit ljós eru til staðar. Það er ekki nóg að hafa marga megapixla, það vantar heldur betur meira en það, alvöru græja er málið.

Mynd númer 114

Mynd númer 115

Mynd númer 113 
Mynd númer 111  
Mynd númer 112

Svona var veður á Hólmavík í kvöld, logn og kvöldsæla. En myndirnar heppnuðust ekki sem skildi.

09.12.2007 22:22

Snjósleði er málið, jólagjöfin í ár.

Eg skrapp uppá Steingrímsfjarðarheiðina eftir hádegi í ágætis veðri, þar var einn af Strandatröllunum að prufukeyra sinn flotta og nýja fák. Þetta er frískur sleði hjá Þrestinum og meira að segja fékk eg að prófa þetta mikla klifur brekku magnaða tól sem virkaði bara vel. Og uppá heiðinni voru líka synir Þrastar ásamt ömmu og afa.

Mynd númer 103

Mynd númer 104

Mynd númer 106

Mynd númer 105

Mynd númer 107

06.12.2007 22:43

Þúsundþjalasmiður er aldrei ráðalaus í Ráðaleysi.

Hann Hafþór Þórhallsson fjöllistamaður eða bara þúsundþjalasmiður ræðst á garðinn þar sem hann er ekki lægstur. Hann hefur ákveðið í nánu samráði við eiganda Ráðaleysis sem er Ksh að gera upp vestasta hluta húsins og ætlunin er að hafa þar handverksmiðju og verslun. Og meiningin er að vera búin að gera allt klárt fyrir næsta sumar 2008. Það var hugur í kalli þegar eg hitti hann um miðjan dag í dag. Og hann var svo ánægður með það að hafa farið út í þetta og kvað Ksh stjórin tók vel í hans bón. Og einnig er Hafþór mjög ánægður með það að húsið Ráðaleysi er á góðum stað, Kaffi Riis innan seilingar, sömuleiðis Galdrasafnið og Hólmadrangur hf og ekki má gleyma beitningarmönnunum sem eru einungis hinu megin við vegginn. Og í svona framhjáhlaupi þá má ekki gleyma því að fyrir sléttu ári síðan þegar átti að rífa gömlu slökkvustöðina (barnaskólann) þá var Hafþór einn af þeim sem vildi láta gamla skólan endurlífgast upp á nýtt með einhvernskonar handverkssmiðju. Næst á dagskránni er að endurvekja líf í vatnstankin sem er á frábærum stað fyrir svo sem lítið og nett útsýniskaffihús.

Mynd númer 88

Mynd númer 89

Mynd númer 90

Mynd númer 91

Mynd númer 93

Mynd númer 92

04.12.2007 23:03

Rall aftur á Strandir.

Og sama sagan enn og aftur eins og hér fyrir neðan rakst eg á þessar rallmyndir sem voru teknar við Esso sjoppuna eftir keppni. Er ekki tími komin á það að halda Strandarall á næsta sumri. Leiðirnar eru klárar. Tröllatunguheiðin verður framtíðar rallíleið og Steinadalsheiðin er sömuleiðis góð að hluta og Nesströndin. Þessi röll sem voru haldin hér heppnuðust býsna vel og sköpuðust örugglega talsverðar tekjur fyrir ýmsa hér á Hólmavík og nágrenni.

Mynd númer 86

Mynd númer 87

04.12.2007 23:00

Fyrrum bóndi til sjávar og sveita.

Þegar eg var að gramsa í gömlum myndum þá rakst eg á tvær góðar myndir af Guðmundi Halldórssyni heitnum frá Ásmundarnesi. Þessar myndir voru teknar 1986 við Ásmundarnes.

Mynd númer 78

Mynd númer 79

04.12.2007 22:52

Fleiri fjallajeppa myndir.

Það hafa allmargir haft samband við mig og verið að biðja um fleiri gamlar myndir. En það er vart boðlegt að sýna svona skannaðar myndir sem virka frekar óskírar. En það er þvílíkur munur að að hafa þessar digital myndavélar sem allir eru með í dag en þessar eldgömlu filmuvélar. Sum sé fjórar Háafells og Drangajökulsmyndir frá 1990. Og svo eru tvær myndir frá 1987 sem eru teknar upp við Hrófbergsvatn í talsverði fönn, miðað við snjóalög síðustu ára sem hafa verið sáralítil sem betur fer.
Mynd númer 81

Mynd númer 80

Mynd númer 82

Mynd númer 83

Mynd númer 84

Mynd númer 85

02.12.2007 22:40

Fjallamyndir á öldinni sem er liðin.

Svona að gamni gert . Er minnið í góðu lagi hjá þeim sem fóru í þessa fjallaferð hér um árið?. Eg skannaði þessar myndir inn áðan en þær eru svolítið óskýrar, en gera samt sitt gagn. Mig langar að syirja eftirfarandi tveggja spurninga.     Mynd 1. Hvaða fjallamenn eru þetta og Hvaða ár er hún tekin? . Mynd 2. hvar er þessi mynd tekin og auðvitað þekkið þið þessa fjallamenn, er að ekki? . 
Mynd númer 74
                  Mynd 1. Hvaða fjallamenn eru þetta og Hvaða ár er hún tekin?
Mynd númer 75    Mynd 2. hvar er þessi mynd tekin og auðvitað þekkið þið þessa fjallamenn, er að ekki? . 
Mynd númer 76

Mynd númer 77

02.12.2007 00:10

Heimsóknarmet á 123.is/holmavik í dag.

Mynd númer 71

Nú er aldeilis fjör á bæ. Nú er eg alveg hættur að skilja hvað fólk er að leita eftir á þessum bloggsíðum. Annars tel eg mig vita það hver ástæðan fyrir því að bloggsíða eins og 123.is/holmavik fer stig hækkandi heimsóknarfjöldi frá degi til dags. Eg byrjaði með þessa síðu 1 apríl 2007, og eg hætti að blogga á Strandaspjallinu 26 apríl síðastliðin, en samt heimsækja síðuna nokkur tugir uppí nokkur hundruðu manna og kvenna á degi hverjum sem mér finnst skrítið, eru það tenglar sem á henni eru sem fólk notar? . En hver veit að eg endilífgi síðuna við einhverntíma seinna. En 123.is/holmavik hefur nú síðustu daga rokið upp í heimsóknum fólks á síðuna þó sérstaklega nú í dag að met verður örugglega slegið áður en klukkan veltur yfir miðnætti. Þetta segir manni það að skoðendur bloggsíðna vilja greinilega hafa lifandi umræðu og ekki síst að myndefnið sé gott og boðlegt skoðendum. Bloggsíður sem eru bara að ræða um sína fjölskildu og eða bara enska boltan og svo framvegis koma ekki til með að vera mikið heimsóttar.

Eg hef verið að velta því fyrirmér hvort að eg ætti að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum uppá að geta auglýst á 123.is/holmavik? . Eg veit að það er ekki mikið mál að hanna auglýsingar sem væri boðlegar skoðendum. En með auglýsingarverð hef eg ekki mikið skoðað, en það yrði allavega talsvert lægra en boðið hefur verið á öðrum vefmiðlum norðan Holtavörðurheiðar. Mér þætti gaman að fá komment frá bloggskoðendum hvort 123.is/holmavik ætti að bjóða þessa auglýsingarþjónustu? . En heimsóknagestir þegar klukkan er að velta í tólf á miðnætti 1 desember 2007 er komin í 830 bara í dag.