Færslur: 2008 Júní
09.06.2008 22:51
Golfarar á Hólmavík byggja sér golfskála uppaf golf vellinum á grundunum.
08.06.2008 22:25
Vatnadalur heimsóttur í dag.
Það voru rúmlega tveir mánuðir síðan að ég hef komið upp að Fitjum við Fitjavatn sem er langur tími miðað við hvað ég hef oft komið á þennan fallega stað sem Vatnadalur er. Það er mikið líf í dalnum núna sem endranær. Fuglalífið er allt í blóma og náttúran er öll að vakna með margskonar söngvum. Ég sá einn hvít snepplóttan ref við Hriman sem er á milli Hrófbergsvatns og Fitjavatns og heyrði í öðrum ref skammt þar frá. Þannig að miklar líkur eru á því að gren sé innan seilingar í dalnum. Og líka voru við Hrófbergsvatnið í dag 3 veiðimenn sem voru að reyna að veiða gómsæta bleikju sem er nóg af í vatninu. Þannig að dagurinn í dag veit á góða veiði í dalnum í sumar.
Álft á flugi yfir Fitjavatni í dag.
05.06.2008 22:54
Skeljavík og Hólmavík er engu öðru lík.
Hrossagaugsegg við hliðið á Gestöðum í Miðdal.
04.06.2008 23:03
Allir saman, þá verður gaman. Gerum vatnstankinn flottan og fallegan fyrir Hamingjudagana.
03.06.2008 23:33
Ísbjörn í heimsókn til Íslands féll um kl 11.45 í morgun.
Þú komst yfir hafið á heiðskírum degi
á hreina Íslands jörð
úr nístingsköldum norðurvegi
að nema Skagafjörð.
Þú stikaðir frjáls um fjallanna sali
um fagra Íslands grund;
velkominn gekkstu um grösuga dali
? gleymdir þér um stund.
Þú örmagna, máttfarinn, lagðist í laut
á ljúfri Íslands fold
uns kyrrðin dreif þig í draumanna skaut
í dúnmjúkri gróðurmold.
Þar sáu þig tortryggnir blauðgeðja bændur
? þeir byggja Íslands lönd.
Vitstola hringdu í vopnfæra frændur
sem vildu þig þegar í bönd.
Þeir umkringdu þig, sem þekktir ei hlekki
en þvældist um íslenskt hlað.
Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki
? og skjóta í hjartastað.
03.06.2008 22:59
Leikskólin Lækjarbrekka, sumarhúsagrunnur að Undralandi og Rafmagns kapall plægður í jörð.
02.06.2008 22:44
Gunnars hús Þórðarsonar snurfusað, galdrahúsið málað og fyrrum Bakkabóndi skrapar þak.
01.06.2008 23:06
Kíkt á dagvaktina í Bjarkarlundi í dag þegar 17 júní atriðið var tekið upp.
01.06.2008 22:53
Vegagerð neðst í Gautsdal skoðuð. Skelfilegar skerðingar og hægagangur á verkinu.
Vegurinn fram að Gautsdal og Ingunnarstöðum og í haust til Hólmavíkur og vesturúr.
Skelfilegar skerðingar eru á þessum vegi. Þetta er agaleg hönnun hjá KK.
Sjáanlega er míkið búið að sprengja við fossin ef vel er gáð.
Þetta er hrillingur að sjá.
- 1
- 2