Færslur: 2008 Desember

13.12.2008 21:44

Teista við höfnina í gær.

  
  

12.12.2008 20:41

Jólasveinar. Dagur 2.

                                          Gemsagaur er annar,                  
                                                 grallari og dóni.
                                                 Hann einkennist af síma
                                                 með slæmum hringitóni.


                                                          Lengi er hann að svara
                                                          og lætur síman hringja.
                                                          Í bíó tekur gemsann
                                                          og beint í tól mun syngja.

11.12.2008 22:54

Jólasveinar koma til byggða. Dagur 1.

Segja vil ég sögu
af sveinunum þeim,
sem taka við af tröllum,
í tæknivæddum heim.

2.
Út um allt þeir sáust,
oftar en áður.
Og láta illum látum,
svo landinn verði þjáður.
3 .
Grýla fín var orðin,
með fullan fataskáp.
En svali Leppalúði,
sat fast við sjónvarpsgláp.


4.                                                                                   7.
Enn jólasveinar nefnast,                                               Brunandi á bílnum,
um jólin birtast þeir.                                                       Þeir birtast hér og þar,
Og einn og einn þeir koma,                                          Og birja strax að herja á
en aldrei tveir og tveir.                                                    bæi alstaðar.
                                              
5.                                                                                     8.
Þeir eru þrettán,                                                             Miklu verr en áður,
þessir nýju menn.                                                           og aldrei hika við.
Og allir vildu ónáða                                                        Og hrekkja fólk og trufla
eins flesta í senn.                                                            Þess heimilsifrið.

6.
Að nútímanum vöndust,
nokkuð betra enn við.
En líka gerðu grikki,
af gömlum trölla sið

                                     


          9. 
          Gekk-á-staur er fyrstur,
           með fíflalæti og bögg.
           Eftir snafs og öl
           og ótal jólaglögg.

            10.
             Vill hann tæma flöskur,
              Það veittir mikla sælu
              Loks stoppar jóla gleðin,
              Í stórum poll af ælu.

10.12.2008 22:52

Jarðirnar Leira í Leirufirði og Kjós Hrafnsfirði eru ornar aftur lögbýli, þökk sé ráðherra.

                                                    Leira í Leirufirði.
                                                       Kjós í Hrafnsfirði.

Landbúnaðaráðherrann Einar Kr. Guðfinnsson á þakkir skildar fyrir þessa brýnu aðgerð að gera aftur jarðirnar Leiru í Leirufirði og Kjós í Hrafnsfirði að lögbýlum að níu. Þökk þér Einar.

Hér er viðtal við ráðherrann í Rúv/vest nú í kvöld vegna þessara lögbýla.

bb.is | 26.11.2008 | 15:13Lögbýli stofnað í Leirufirði þrátt fyrir að Ísafjarðarbær mælti gegn því.

Landbúnaðarráðuneytið segist ekki hafa fengið umsögn frá Ísafjarðarbæ varðandi stofnun lögbýlis í Leirufirði í Jökulfjörðum þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. "Ísafjarðarbær lét enga afstöðu uppi í þessu máli. Við fengum enga umsögn frá Ísafjarðarbæ," segir Arnór Snæbjörnsson, lögmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Umhverfisnefnd bókaði í tvígang, fyrst í maí 2006 og síðan sl. apríl, að hún teldi engin rök til að taka efnislega afstöðu til málsins, en efaðist um að skynsamlegt væri að hefja búrekstur á þessu svæði og benti á að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar yrði ekki lokið fyrr en í árslok.

"Sótt var um stofnum lögbýlis á jörðum og við meðferð á þeirri beiðni förum við eftir jarðalögum og þar er meðal annars áskilið að leita eftir umsagnar frá sveitarstjórn. Sveitarstjórn hefur ekki ákvörðunarvald í þessu máli heldur hefur hún umsagnarrétt og getur tjáð sig hvort hún sé andsnúin þessu eða fylgjandi. Þessi umsögn var aldrei látin uppi. Við óskuðum eftir henni formlega og ítrekuðum svo beiðni um það að hún yrði látin í té en allt kom fyrir ekki og út af því fengum við aldrei sjónarmið Ísafjarðarbæjar. Þó svo að þeir hafi ályktað um þetta mál þá er það ekki eitthvað sem við getum tekið gilt nema að hafa formlega umsögn," segir Arnór.

Forsaga málsins er sú landeigandi í Leirufirði sótti um til landbúnaðarráðuneytisins að tvö lögbýli á jörðunum Leiru og Kjós yrðu endurstofnuð, með það að markmiði að komast í skógræktarverkefni Skjólskóga en skógrækt hefur verið í firðinum frá árinu 1964. Lögum samkvæmt missa jarðir lögbýlisrétt 50 árum eftir að jörðin fer í eyði og eru jarðir í Jökulfjörðum þar á meðal. Landbúnaðarráðuneytið veitti leyfi fyrir stofnun lögbýlis í Kjós.

Þá var umsögn Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra varðandi málið lögð fram fyrir bæjarráð í maí. Í umsögninni segir Halldór að hann telji að ekki sé hægt að heimila stofnun lögbýla á framangreindum jörðum og vísaði til skipulagslegrar stöðu svæðisins. Í umsögn Halldórs sagði einnig að bæjarstjóri hafi alltaf verið hlynntur því að stækka Hornstrandafriðlandið þannig að það næði til Jökulfjarða allra og Snæfjallastrandar.

09.12.2008 23:01

Skandall. Umhverfisráðherrann (leggur til) er að friðlýsa frá Skorarheiði og suður til Kaldalóns.Er kellingin að vera vitlaus? Umhverfisráðherrann hugsar einvörðungu um blóm og plöntur en ekki neitt um fuglalíf sem þá mun hverfa að mestu leiti, sem er orðið nú þegar mjög lítið vegna friðunar tófunar, sem ryksugar allt kvikt og er einungis uppeldisstöð handa henni (refnum),  sjáanlega sér hannað til að útríma öllu fuglalífi á þessu svæði. Og ekki batnar það ef þessi fyrirhuguð friðlýsing nær fram að ganga, og það inní Kaldalón.

bb.is | 09.12.2008 | 07:11Snæfjallaströnd og Kaldalón friðlýst

Fyrirhugað er að friðlýsa Snæfjallaströnd og Kaldalón samkvæmt tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Alls er lagt til að þrettán svæði á landinu verði friðlýst. Umhverfisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um nýja náttúruverndaráætlun fyrir árið 2009-2013. Snæfjallaströnd og Kaldalón eru talin mikilvæg fyrir sjaldgæfar háplöntur m.a. dílaburkna, stóraburkna, fjöllafung, þúsundblaðarós, fjallabláklukku, skollaber og sandmunablóm. Áhersla verður lögð á gott samstarf við landeigendur, viðkomandi sveitarstjórnir og heimamenn við framkvæmd náttúrverndaráætlunar og verður gerð grein fyrir framkvæmd hennar auk annarrar friðlýsingar sem hugsanlega verður ráðist í.

 

09.12.2008 22:54

Ásbjörn og Valgerður á Drangsnesi voru að gefa út dagatal af betrigerðinni.
 


                                                   Dagatölin fást í KSH og KSD.

05.12.2008 22:08

Nokkrar sólarmyndir + annað.

 


                                     Nokkrar myndir eru að finna hér á nonnanum. 

05.12.2008 22:00

Bjössi í Bakkagerði fékk pakka í morgun.

Landpósturinn kom með fyrripart sem póstafgreiðslukona á Drangsnesi tjáði honum í gegnum síma. Og seinniparturinn kom svo andartaki síðar frá þeim sem fékk pakkann, Bjössa.

 

Bjössi minn í Bakkagerði

borist hefur pakkinn þinn.

Þá er bara að vona að verði

vinsæll Jóla diskurinn.

 

Í pakkanum var Jóladiskur.

02.12.2008 21:57

Er verktakinn í Arnkötludal og Gautsdal að fara á höfuðið? . Sex manns sagt upp núna.

  

Nú um síðustu mánaðarmót voru sex manna sagt upp sem hafa unnið hjá verktakanum sem er með verkið í Arnkötludal og Gautsdal, og segir í uppsagnabréfi  að Tröllatunguvegur sé langt kominn og lítið verði unnið við hann í vetur og önnur verkefni ekki í sjónmáli, því sé gripið til þessara ráðstafana. Þannig hljóðaði uppsagnarbréfið í stuttu máli.