Færslur: 2009 September
30.09.2009 21:36
Sveitarstjóri og Sveitarstjórn Strandabyggðar verða láta hefla malargötur Hólmavíkur, skömm.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
30.09.2009 21:28
Á milli Heydalsár og Þorpa er vegurinn ekkert nema holur, sömuleiðis Broddaneshlíðin, skömm.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
30.09.2009 21:26
Hólmadrangur var að fá nýjan framsóknargrænan lyftara, flottur
Skrifað af J.H. Hólmavík.
29.09.2009 21:53
Sorpsamlag Strandasýslu er kominn með nýjan ruslakall Einar Indriðason sprellimann.
Feðgar í rusli. Bjarki og Einar ruslahirðukall.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
29.09.2009 21:38
Skarðsrétt 1968. Næstu sex kvöld birti ég 13 myndir sem mér voru sendar um daginn, 41 ár síðan.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
28.09.2009 21:44
Flott veður í dag. Drangsnes og Bæjarfellið blasa við. Og í fjörunni er jullan hans Billa á Grund.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
28.09.2009 21:35
Hellingur var af gæs fyrir framan Hrófberg í hádeginu í dag, það sést bara smá brot af þeim.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
26.09.2009 19:45
Tilboð opnuð í gerð grjótvarnar á Hólmavík
22.9.2009
Tilboð opnuð í gerð grjótvarnar á Hólmavík.
Þriðjudaginn 22. september voru opnuð tilboð í verkið "Hólmavík, grjótvörn í vesturkant stálþilsbryggju".
Tilboðin voru opnuð samtímis á skrifstofum Siglingastofnunar og Strandabyggðar.
Tilboðsgjafi Upphæð
1. Jósteinn Guðmundsson ehf. Kr. 10.999.640.-
2. Arnartak ehf. Kr. 11.444.000.-
3. Ingileifur Jónsson ehf. Kr. 8.151.500.-
4. Klöpp ehf. Kr. 16.764.000.-
5. KNH ehf. Kr. 9.557.000.-
6. Borgarverk ehf. Kr. 15.310.000.-
7. Víðimelsbræður ehf. Kr. 9.956.500.-
8. Þróttur ehf. Kr. 13.916.000.-
9. Norðurtak ehf. Kr. 10.438.000.-
10. P.G. vélar ehf. Kr. 8.027.000.-
11. I. E. verktakar Kr. 11.792.500.-
Kostnaðaráætlun verkkaupa Kr. 13.837.000.-
Nánar hér á Sigling.is
Skrifað af J.H. Hólmavík.
25.09.2009 20:23
Hafnarverktakinn alltaf hress. Í dag var hann ásamt snikkara og bóndanum á Innra Ósi rífa skúr ESSO.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
25.09.2009 20:08
> Við Steingrímsfjörðinn á fallegum og snjóugum haustdegi eins og var í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
25.09.2009 20:06
> Falleg kind að fá sér í svangin í Steinadal í dag á fyrsta degi snjóa.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
24.09.2009 19:41
Rjúpna kall og kelling á flugrölti á Hólmavík. Rjúpnaungum hefur talsvert fjölgað á Ströndum.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
23.09.2009 19:36
Ný gatnamót við Hrófá vegna nýs vegar um Arnkötludal voru tekin í notkun í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
23.09.2009 18:15
Litardýrð haustsins og lognið sem var á Ströndum í dag var alveg dásamlegt, frábær dagur.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
22.09.2009 21:56
Nú er mikil litadýrð í garði síðustjórans, þar eru líka matvæli hangandi uppí trjám, ágætis bragð.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
22.09.2009 21:54
Er Vegagerðin vöknuð. Í morgun var Vegagerðin að mæla við Grænanes og var líka á bát, til hvers?
Skrifað af J.H. Hólmavík.
22.09.2009 17:22
Máfager á Drangnesbryggjunni í morgun í frekar drungalegum haustdegi.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
21.09.2009 20:45
Nú eru eigendur (Áratak ehf) fyrrum Broddanesskóla búnir að mála og gera bygginguna flotta.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
20.09.2009 19:31
Arnkötludalsleið í dag. Efra burðarlag er nánast búið, um 7 km er eftir að lagningu á slitlagi.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
19.09.2009 17:38
Í dag var landað um 90 tonnum úr Sighvati GK 57. Aflinn fór vítt og breitt um landið.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
19.09.2009 15:25
Skarðsrétt í Bjarnafirði á Ströndum í dag.
FLEIRI MYNDIR Á NONNANUM.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
18.09.2009 21:51
Sjónvarpsíþróttarfréttamaðurinn á Stöð 2 frá Hólmavík var á veiðum uppá Hrófbergsvatni í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
17.09.2009 21:35
Gróðurinn uppaf prestakallinu hefur teygst sig talsvert til himna í sumar, allt á uppleið þar.
Skrifað af J.H. Hólmavík.