Færslur: 2009 Október

07.10.2009 21:45

Söngskemmtunin Karoki sem er á vegum Caffi Riis verður haldin föstudaginn 6 nóvember næstkomandi.


                                        Árdís Rut Einarsdóttir vann með stæl 2008.

05.10.2009 20:52

Í dag.


04.10.2009 21:21

Skarðsrétt 1968.

01.10.2009 20:32

Tunguheiði, Vegamálastjóri segir nafnið aldrei hafi komið til tals að kalla vegin Tunguheiði.


Vegagerðin
Borgartúni 5 - 7
105 Reykjavík.

Viðtakendur þessa bréfs eru.

Hreinn Haraldsson Vegamálastjóri
Gunnar Gunnarsson Aðstoðarvegamálastjóri
G.Pétur Matthíasson Upplýsingafulltrúi
Gísli Eiríksson Umdæmisstjóri
Kristján L. Möller, samgönguráðherra
Einar Kr Guðfinnsson Alþingismaður
Ásbjörn Óttarsson Alþingismaður
Guðmundur Steingrímsson Alþingismaður
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingismaður
Jón Bjarnason Sjávar og Landbúnaðarráðherra
Ólína Þorvarðardóttir Alþingismaður
Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingismaður
Guðbjartur Hannesson Alþingismaður
Jónas Guðmundsson Leið ehf

Efni bréfs.
Nafnabreyting Vegagerðarinnar á Arnkötludal - Þröskuldum - Gautsdal í Tunguheiði, eða í Tunguheiðarveg.

Ágætu ofanrituðu starfsmenn Vegagerðarinnar og háttvirtu Alþingismenn NVK.

Ég undirritaður rita þetta bréf vegna óskiljanlegra
vanvirðu Vegagerðarinnar að búa til nítt heiti á nýja vegin um Arnkötlu og Gautsdali, og kalla hann Tunguheiði. Það skal tekið fram að TUNGUHEIÐI er ekki til á þessu svæði né í neinum fornum örnefnum.
Þess vegna fer ég undirritaður ásamt þeim sem rita sín nöfn á Facebook síðuna, fram á það við Vegagerðina og Samgönguráðherra og líka alþingismenn NVK um að Vegagerðin afturkalli ónefnið sem Vegagerðin er búin að setja á Arnkötlu og Gautsdala veg Tunguheiði, enda er Tunguheiði ekki til.
Þess er krafist að Vegagerðin setji í sín skjöl og skilti að vegurinn um Arnkötlu og Gautsdali verði kallaður og heiti í náunni framtíð Arnkötludalsvegur og eða Arnkötludalsleið.

Með fyrirfram þökk um ríkan og góðan skilning á þessu einfalda máli sem kemur okkur flestum við sem munum fara þennan ágæta framtíðarveg okkar Vestfirðinga. Tunguheiði nei takk.

                 Virðingarfyllst.
              Jón Halldórsson Hólmavík.


Svar Vegamálastjóra í morgun.

Sæll Jón.
Ég skil ekki þessa umræðu sem er í gangi eða þína fullyrðingu um að það hafi verið ákveðið í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar að kalla nýjan veg um Arnkötludal Tunguheiði, og vísa samtímis á bug stóryrðum þínum um vanvirðu stofnunarinnar við að búa til heiti á þennan veg. Það hefur hreinlega ekki komið til tals hér í svokölluðum höfuðstöðvum að taka upp heitið Tunguheiði, það er einhver mikill misskilningur þar á ferðinni. Við höfum kallað þessa nýju leið Djúpveg um Arnkötludal, og engar fyrirætlanir um að breyta því. Það er a.m.k. alveg óhætt að blása af herferð á Facebook gegn heitinu Tunguheiði, það stendur ekki til að taka það upp og hefur aldrei staðið til.
Með kveðju
Hreinn HaraldssonSíðustjóri www.holmavik.123.is svarar Vegamálastjóra í dag og framhaldi af því sendi ég honum þetta svar um kl 13.35 í dag, og vænti þess að Vegamálastjóri eða einhver annar á hans vegum mundi gera það í dag, en þegar þetta er sett inn þá hefur svar ekki enn borist síðustjóranum.


Takk fyrir svarið Vegamálastjóri.

Þú skilur ekki þessa umræðu og að EKKI hafi verið tekin ákvörðun um að vegurinn um að Arnkötludal verði kallaður Tunguheiði. Það hefur hreinlega ekki komið til tals hér í svokölluðum höfuðstöðvum að taka upp heitið Tunguheiði, það er einhver mikill misskilningur þar á ferðinni segir þú, þetta er alrangt hjá þér og þinni stofnun.
Ég læt fylgja hér tengla bæði frá Vísir.is og BB.is þar sem það kemur skýrt fram hjá Guðmundi Rafni Kristjánssyni deildarstjóra nýframkvæmda hjá Vegagerðinni mun vegurinn um Arnkötludal og Gautsdal í framtíðinni heita Tunguheiði.

Tenglar og fréttir þar sem Tunguheiði kemur oft við sögu BB.IS

Tenglar og fréttir þar sem Tunguheiði kemur oft við sögu á VÍSI.IS

Vefur Vegagerðarinnar, Tilkynningar um færð og ástand vega Vegagerðin.is

Rúv 10.00 fréttir um færð á heiðum í lok fréttar Tunguheiði 10 fréttir á RÚV.IS

Að lokum finnst mér sína það á svörtu á hvítu hvað er mikið samskiptaleysi er á milli manna innan Vegagerðarinnar. Rétt skal vera rétt og hverjum á maður að trúa, ég bara spyr.
Svar óskast.

Kv Jón Halldórsson
Hólmavík.