Færslur: 2009 Desember
23.12.2009 21:46
Jólaveinar. Dagur 13.
þó ekki bara um Jól. og vindur þeim saman
Skimast um allt húsið, Bindur fasta hnúta,
skoðar tæki og tól þá finnst honum gaman
Á sjálfa jólanóttina, En þessir fara ei burtu, Svo lærist af svona svein,
stuttan frið þú færð. þótt hverfi frost og snjór. sem tillitsemi stal.
Því fortíð mætir framtíð, Því fræknir fýrar hittast Af þessa hermir fólk...
og færist yfir værð og fá sér góðan bjór. Er það sem verða skal?
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.
Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.
22.12.2009 21:49
Jólin nálgast óðfluga. Þessi mynd er tekin út um gluggann fyrir 3 árum á Kvíabalanum á Drangsnesi.
22.12.2009 21:39
Jólasveinar. Dagur 12.
vill þér ekki vel. þá er tíðin erfið.
Tölvupóst dreifir, Það hendist allt úr minni,
sem drepur þína vél. og hrynur tölvukerfið.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.
Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.
22.12.2009 21:33
Nú eru komnir nýir ábúendur að Heiðarbæ í minni Miðdals í fyrrum Kirkjubólshrepps á Ströndum.
22.12.2009 21:28
Jólasveinar. Dagur 11.
erfitt er að stöðva. handleggi eins og skinkur.
Í ræktinni er mest En sturtu fer hann aldrei,
að massa uppá vöðva. svo myndast mikill stynkur.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.
Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.
21.12.2009 21:56
Nýji eigandin að svokallaðri Gufubaðstofu við Kópnsbrautina er mætt á svæðið.Nú skal byggt.
21.12.2009 21:52
Vegagerðin er enn að tönglast á Þröskuldum, þegar Tunguheiði var slegið af.
Í dag bárust til áskrifanda Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar nýjasta tölublað nr 19.09. Í stuttu máli skrifar G. P Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar um nöfnin Þröskulda - Arnkötludag og Gautsdal, eða hvað á vegurinn að heita.
1 október síðastliðin skrifaði Hreinn Haraldsson Vegamálastjóri mér bréf vegna áskorunarhóps sem var stofnaður á Facebook um nafnið Tunguheiði sem Vegagerðin ætlaði að klína á nýja vegin (sjá svar neðar). Þar kemur skírt fram hjá Vegamálastjóra að vegurinn um Arnkötludal og Gautsdal hafi alltaf og muni alltaf kalla þessa nýju leið Djúpveg um Arnkötludal, og engar fyriráætlanir að breyta því. Tilvitnun líkur.
G. P Matthíasson segir nafnið Þröskulda sé notuð vegna færðin um Þröskulda - þar sem færðin sé erfiðust, og þar sé líka veðurstöð fyrir V R. Tilvitnum líkur. Vegagerðin er alltaf ef snjókorn fellur af himni ofan, að auglýsa óveður/ófærð um 269 metra langa á breiddina Þröskulda ófæra, þvæla. Arnkötludalur er 12,5 km og Gautsdalur er um 10 + láglendi, heildin á veginum er um 24,5 km.
Það vita það allir sem vilja vita það að Vegagerðin vildi aldrei veg um Arnkötludal og Gautsdal, sömu sögu er að segja með vegin um Steingrímsfjarðarheiðina, Vegagerðin nokkrir kallar á hennar vegum sögðu nei takk, fyrst viljum við fá nýjan veg um Strandir og út á Drangsnes. Vegagerðin getur ekki og má ekki skjóta þennan ágæta veg á kaf áður en snjór fellur af himni. Hann er vindasamur á toppnum og í Gautsdal, það vitum við en Arnkötludalur er eins og hver annar dalur sem er þvert á landið, ef menn á annað borð kunna að lesa í veður og landið líka.
G. P Matthíasson segist fara eftir óskum heimamanna með nafn á vegin. Það hefur Vegagerðin ekki gert, Vegagerðin fer eftir óskum þeirra manna sem vinna hér á Ströndum hjá Vegagerðinni, ekki hjá almenningi á svæðinu. Á Favebook eru yfir 600 manns sem hafa farið fram á það að vegurinn heiti ekki Tunguheiði, hvað þá Þröskuldar, nei takk Vegagerð.
Hvað segir Vegagerðin ef Holtavörðuheiðin yrði kölluð Bláhæð. Steingrímsfjarðarheiðin er sjaldan ófær og ætti þá að kalla vegin Norðdalsveg, eða Margrétarvatnsveg? ég bara spyr. Vegagerðin á ekki að komast upp með það að skíra nöfn á vegum, þó að hennar starfsmenn séu daglega á veginum og það eru fleiri en þeir sem aka um þennan veg daglega. Orð Vegamálastjóra síðan 1 október 2009 skulu standa, annars er Vegamálastjóri Hreinn Haraldsson að skrökva að mér og 600 öðrum sem hafa skorað á hann sem Vegamálastjóra að standa við orð sýn að vegur nr 61 heiti Djúpvegur um Arnkötludal um ókomna framtíð. Afrit af þessu bréfi verður sent Hreini Haraldssyni Vegamálastjóra og G. P Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.
Sæll Jón. Svar frá Veganálastjóra barst 1 október 2009.
Ég skil ekki þessa umræðu sem er í gangi eða þína fullyrðingu um að það hafi verið ákveðið í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar að kalla nýjan veg um Arnkötludal Tunguheiði, og vísa samtímis á bug stóryrðum þí...num um vanvirðu stofnunarinnar við að búa til heiti á þennan veg. Það hefur hreinlega ekki komið til tals hér í svokölluðum höfuðstöðvum að taka upp heitið Tunguheiði, það er einhver mikill misskilningur þar á ferðinni. Við höfum kallað þessa nýju leið Djúpveg um Arnkötludal, og engar fyrirætlanir um að breyta því. Það er a.m.k. alveg óhætt að blása af herferð á Facebook gegn heitinu Tunguheiði, það stendur ekki til að taka það upp og hefur aldrei staðið til.
Með kveðju
Hreinn Haraldsson
Hér er pistill G. Péturs http://www.vegagerdin.is
21.12.2009 21:47
Grjótvörnin hjá verktakanum þokast stein fyrir stein áfram, og verk tímin er að renna út.
21.12.2009 21:45
Jólasveinar. Dagur 10.
sá herjar oft á mann. úr sófa reif mann upp,
Seint, er tók að dimma, á lífeyri og kaskó,
hann tækifæri fann. svo könnun frá Gallup.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.
Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
20.12.2009 20:43
Tvær sýslur heimsóttar í dag á fögrum degi 20 desember 2009.
20.12.2009 20:40
Vegrið komið á nýja Arnkötludalsveginn.Snjór við veginn er vart sjáanlegur, hvað þá á toppnum.
20.12.2009 20:28
Jólasveinar. Dagur 9.
tyggur dag og nótt. bæði borð og stóla.
Hann gildrur setur oft, Fara tyggjó blettir
svo manni er ei rótt. í buxur, skó og kjóla.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heim inn
og hluti keypti þar.
Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.
19.12.2009 21:50
Í dag. Snjóalög á Steingrímsfjarðarheiði og Þorskafjarðarheiði eru nú ekki mikil og það 19 des.
19.12.2009 21:45
Í dag. Staður í Staðardal. Magnús bóndi og síðustjórinn eru fermingarbræður frá 1969, 40 ár vá.
19.12.2009 21:40
Jólasveinar. Dagur 8.
með garg sem allir heyra. og gellur kallar á.
Hann bassa og læti hækkar, En bara fær þær tómu,
svo blæðir út úr eyra. Sem bílinn vilja sjá.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.
Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.
18.12.2009 23:04
Bátur Gulla Bjarna - Rut og nýja flotta húsið á Borgabrautinni í dag.
18.12.2009 23:02
Við Selá í Steingrímsfirði um 10.45 í morgun. Falleg litadírð.
18.12.2009 22:52
Drangsnes og Bær 1,2 og 3 í morgun.
Kíkið á 2 myndbönd hér aðeins ofar á síðunni frá Drangsnesi og Bjarnarfirði http://holmavik.123.is/video/
18.12.2009 22:33
Jólasveinar. Dagur 7.
sá fór úr bíl í æði. hnugginn yfir því,
Svo fólk fékk slæman glaðning, þó vandamanna bíla
er fór það út á stæði. var kominn rispa í.
_________________________________________________________________________
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.
17.12.2009 21:27
Síðustjórinn kíkti á Jólamarkað Strandakúnstar í dag, þar er margt að fá, ég keypti harðfisk.
17.12.2009 21:26
Hún var mjög pattaarleg í dag hún Patt á Bakka í Bjarnarfirði. Hún fékk pakka frá Hólmavík.
17.12.2009 21:21
Göturnar Miðtún - Höfðatún - Hafnarbraut og aðrar götur á Hólmavík eru mjög illa farnar.
17.12.2009 21:18
Miðdalurinn í dag. Þessar myndir eru teknar frá Geststöðum og niður dalinn. Flott veður í dag.
17.12.2009 21:16
Það er alltaf flott litla og netta húsið hans Einars heitins Hansen. Elsa sér vonandi þessa mynd.
17.12.2009 21:15
Fullt að rækju var út á götu hjá Hólmadrangi í dag. Þar er alltaf nóg að gera.
17.12.2009 21:11
Jólasveinar. Dagur 6.
er svaka siðlaus. nema í öskubakkann.
Hann rétt sér út úr augum, Hann strompar kringum alla
því reykský hylur haus. og hóstar beint á krakkann
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.