Færslur: 2009 Desember
16.12.2009 20:36
Spegilsmynd Hólmavíkurkirkju er oft falleg, eins og var í dag.
16.12.2009 20:27
Borað og sprengt við Hnitbjörg, og grjótinu ekið í nýjan varnargarð við Hólmavíkurbryggju.
16.12.2009 20:20
Alltaf finnst mér gaman að taka myndir af samspili sólar,sjávar,himins og fjalla.
16.12.2009 20:15
Jólasveinar. Dagur 5.
er veruleikafirrtur, með speki sinni og visku.
yngstur af öllum sveinum trúir með skemmdaverkum,
og oftast illa girtur tolli hann í tísku.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.
Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.
15.12.2009 21:25
Bæjarfellið og tvær Grímseyjar í logninu um þrjúleitið í dag.
15.12.2009 21:20
Enn og aftur er sólin aðal leikarinn yfir Heiðarbæjarheiðinni ásamt litunum í sjónum.
15.12.2009 21:15
Sólin í suðrinu og þokurani yfir reykkofanum hjá Nonna Lofts er bara flott, hestar + Man á uppleið
15.12.2009 21:05
Jólasveinar. Dagur 4.
með fíkn frá græjum góðum. skáp eða verri svæði.
Hann tekur allt með tökkum, Svo allri sem að leita
og týnir því jafnóðum. enda í miklu bræði.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.
Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.
14.12.2009 21:40
En væri vefmyndavél uppá vatnstanknum þá myndi Hólmavík sjást nokkurn vegin svona. Takk GKÞ.
Ég mæli eindregið með því að það verði sett upp vefmyndavél uppá vatnstankinn svo að brott fluttir og aðrir sem eru að flakka á netinu geti séð Hólmavík eins og hún er frá degi til dags. Kílum á Þetta.
14.12.2009 21:37
Þeir hafa marga fjöruna sopið þessir feðgar sem voru að hífa skutskipið á þurrt í dag.
14.12.2009 21:33
Bölvaðir sóðar eru nú þetta, að henda hræjunum beint í höfnina, hræin eru á mörgum stöðum.Sóðar.
14.12.2009 21:32
Höfðamenn höfðu það örugglega gott uppá þakinu á Höfða í logninu í dag.
14.12.2009 21:29
Sólarbjarminn og augað. Myndir teknar um 10 leitið við Bröttugötu og Hafnarbrautinni.
14.12.2009 21:26
Jólasveinar. Dagur 3.
sem raular lög í dúr. þau gerast ekki verri.
Þau æða beint í heilann, Stef úr auglýsingum,
þú aldrei nærð þeim úr. eða eftir Stormsker, Sverri.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.
Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.
13.12.2009 20:20
BINGÓ á Hólmavík og var fjölment og fullt af vinningum, sumir fengu 2 og jafnvel 3.
13.12.2009 20:19
Þessar ungu snótir voru að reina að selja sinn varning til stirktar fátækum börnum í Reykjavík.
13.12.2009 20:14
Ekki er nú mikið af snjó á Trékillisheiðinni eða upp við Háafell og það um miðjan Desember.
13.12.2009 20:02
Svona var Vatnadalur og Hrófbergsvatn í dag, nánast snjólaus.
13.12.2009 19:56
Jólasveinar. Dagur 2.
grallari og dóni.
Hann einkennist af síma
með slæmum hringitóni.
Lengi er hann að svara
og lætur síman hringja.
Í bíó tekur gemsann
og beint í tól mun syngja.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.
Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.
12.12.2009 15:15
Móttökustöð Sorpsamlags Strandasýslu var opnuð í dag að Skeiði 3 á Hólmavík.
12.12.2009 15:12
Það er talsvert magn af gömlum og lúnum vélum og tólum á Skeiðinu. Á að gera þetta upp? veit ekki
12.12.2009 12:18
Jólasveinar koma til byggða. Dagur 1.
Segja vil ég sögu
af sveinunum þeim,
sem taka við af tröllum,
í tæknivæddum heim.
2.
Út um allt þeir sáust,
oftar en áður.
Og láta illum látum,
svo landinn verði þjáður.
3 .
Grýla fín var orðin,
með fullan fataskáp.
En svali Leppalúði,
sat fast við sjónvarpsgláp.
4. 7.
Enn jólasveinar nefnast, Brunandi á bílnum,
um jólin birtast þeir. Þeir birtast hér og þar,
Og einn og einn þeir koma, Og birja strax að herja á
en aldrei tveir og tveir. bæi alstaðar.
5. 8.
Þeir eru þrettán, Miklu verr en áður,
þessir nýju menn. og aldrei hika við.
Og allir vildu ónáða Og hrekkja fólk og trufla
eins flesta í senn. Þess heimilsifrið.
6.
Að nútímanum vöndust,
nokkuð betra enn við.
En líka gerðu grikki,
af gömlum trölla sið
9.
Gekk-á-staur er fyrstur,
með fíflalæti og bögg.
Eftir snafs og öl
og ótal jólaglögg.
10.
Vill hann tæma flöskur,
Það veittir mikla sælu
Loks stoppar jóla gleðin,
Í stórum poll af ælu.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.
Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.
11.12.2009 22:39
STRANDAMAÐUR ÁRSINS 2009 HVER ER ÞAÐ?
Nú set ég á fót á minni heimasíðu Hólmavík, kosningu um það hver af ykkar mati ætti að fá nafnbótina maður ársins á Ströndum. Og það má fylgja hversvegna hann/eða hún fær þessa nafnbót maður ársins á Ströndum. Kosning mun standa út desembermánuð 2009, og á nýjársdag mun hann eða hún fá nafnbótina maður ársins á Ströndum 2009. Sendið á netfangið sem er hér strandamenn@visir.is