Færslur: 2010 Apríl
30.04.2010 05:16
Gamli Bassinn á Bassastöðum var í óð og önn í morgun að raka illgresi, þó ekki slegið gras.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
30.04.2010 05:13
Í dag var farið að ná í áburðinn, það var bíll frá Búðardal sem kom nokkrar ferðir í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
30.04.2010 05:10
Listaverkakonan sólar sig í dag og bak við hús hennar var norðan kaldur kaldi, það fer að hlýna
Skrifað af J.H. Hólmavík.
30.04.2010 05:09
Þessi hraðfiskisnekkja sem er sennilega Kristbjörg ST 39 var í æfingar siglingum fyrir nokkrum dögum
Skrifað af J.H. Hólmavík.
29.04.2010 06:12
Inn í Steingrímsfirði í gær, Bassastaðir og Hrófberg og nágrenni í sólskins blíðu.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
28.04.2010 04:13
Hárklippumeistarinn kann fleira en að fara höndum um hausa, bíllinn þarf líka umhirðu eins og hausar
Skrifað af J.H. Hólmavík.
28.04.2010 04:09
Hjálmar Halldórsson burtfluttur Strandamaður, er orðin vélstjóri á Eyborgu EA 59, fyrsti túr.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
28.04.2010 04:06
Í morgun fór ég með póstinn á móti Jón G.Guðjónsson pósti í Árneshreppi,pósturinn kom ekki í gær.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
28.04.2010 03:57
Þá fara von bráðar áburðarbílar að bruna með áburðinn til sinna kaupanda,fer um 3 til 4 sýslur
Skrifað af J.H. Hólmavík.
27.04.2010 01:12
Mikið um að vera á bryggjunni í dag. Rúm 100 tonn af rækju var landað og 1200 tonn af áburði.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
27.04.2010 01:08
Aflatölur fyrir mars mánuð og sömuleiðis rækja með flutningabílum.
Landaður Afli í | Mars | |||
Bátur: | ||||
Fjöldi landana: | ||||
Hlökk ST 66 | 16.071 | kg | 4 | |
Guðmundur Jóns ST 17 | 14.935 | kg | 5 | |
Straumur ST 65 | 4.080 | kg | 4 | |
Hafbjörg ST 77 | 7.468 | kg | 3 | |
Hilmir ST 1 | 12.485 | kg | 5 | |
Kópnes ST 64 | 10.108 | kg | 4 | |
Bensi Egils ST 13 | 600 | kg | 1 | |
kg | ||||
Eyborg EA 59 | 102.644 | kg | 1 | |
Samtals: | 168.391 | kg | 27 | |
Rækja með flutningabílum | 762.300 | kg | ||
|
Skrifað af J.H. Hólmavík.
27.04.2010 01:04
Mikli framför, veghefill að hefla veginn í Bjarnarfirði í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
27.04.2010 01:01
Þessi fallegi Æðarbliki var í óð og önn að fá sér æti í þaranum, bara flottur.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
25.04.2010 03:46
Flottur bæjarstjóri á stórkostlegu ofurhippamótorhjóli á leið til Ísafjarðar í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
24.04.2010 03:27
Útgerðarmaður - farfugla og gistihúsaeigandinn Sævar Ben slær ekki slöku við þessa dagana.
Skrifað af J.H. Hólmavík.