Færslur: 2010 Maí
31.05.2010 04:40
Seinnipartinn í dag fór ég upp á Bæjarfellið í þolanlegu veðri en frekar köldu.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
31.05.2010 04:26
Þessum furðulegu myndum náði ég í dag, hvað er fólkið eiginlega að gera þarna og það á þessum stað?
Skrifað af J.H. Hólmavík.
30.05.2010 03:23
Á kjördag á Hólmavík. Kosið og farið í kosningakaffi og Gísli talar við oddvita listanna
J listinn fór með sigur og hlaut 129 atkvæði en V listinn 124, 5 atkvæði var munurinn.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
29.05.2010 05:08
NOKKUR SKILABOÐ TIL ÞEIRRA BEGGA FRAMBOÐSLISTA SEM ERU Í FRAMBOÐI Í STRANDABYGGÐ 29 MAÍ 2010.
Ágætu frambjóðendur sem bjóða sig til starfa næstu fjögur árin í sveitarfélaginu Strandabyggð.
Ég er nú búin að fara á þá fundi sem frambjóðendur hafa haldið nú í vikunni. Allir eru reiðubúnir til að gera sitt besta á næsta kjörtímabili. En þeirri sveitastjórn sem mun taka við er og verður þröngur stakkur skorin til að lofa einhverju, einfaldlega eru vart til fjármunir til mikilla framkvæmda, fjármunir eru vart til að fara í miklar framkvæmdir svo sem gatnagerð né annarra stórra framkvæmda.
En það er von mín og trú að sú sveitastjórn sem tekur við, fari sem fyrst í að fá hingað þá fræðinga sem hafa reynslu á að finna/fá heitt vatn úr iðrum jarðar helst steinsnar frá Hólmavík.
Á sameiginlegum framboðsfundi J og V listana sem var haldin í gær (fimmtudag) kom fram að það þurfti að laga og halda við mæðuveikisvarnargirðingunni
frá Steingrímsfirði (við Grjótá) og yfir til Þorskafjarðar í vestri.
En ekki veit ég betur en það sé búið að leggja þessa girðingu niður, en því verður að breyta og sömuleiðis þarf ný sveitastjórn að koma Vegagerðinni skilning um það að það er bráð nauðsynlegt að girða veginn af frá lausagöngu búfjár og hesta.
Það sem ný sveitastjórn þar að gera er að bæta upplýsingaflæði til íbúa Strandabyggðar bæði á netmiðlum og að senda til þeirra sem ekki hafa tölvur upplýsingar um það sem sveitastjórn og undirnefndir hennar eru að gera hverju sinni.
Og að endingu vil ég sem aðdáandi Strandabyggðar sjá fram á það að sveitastjórn hafi betri hemil á umgengni í og við Hólmavík. Það er óþolandi að sjá
allt það drasl sem hefur hlaðist upp við ýmis fyrirtæki og geymslu á ýmsum hlutum sem ekkert er hugsað um.
Ruslahaugarnir og Réttarvíkin (Skothúsvíkin) er sláandi dæmi um slæma stjórnsýslu sveitastjórnar Strandabyggðar.
En ég hvet alla íbúa Strandabyggðar að nota sinn rétt að skunda á kjörstað og kjósa þann Jóninn sem honum finnst bestur. Það er ekki nóg að vera séra Jón? en hvort það sé nóg að vera bara Jón? kemur í ljós á kjördag væntanlega um og eftir kvöldmat 29 maí 2010.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
29.05.2010 05:03
Smalapilturinn á Berginu hér forðum og útgerðarfurstinn brá á smá leik í morgun, flottur
Skrifað af J.H. Hólmavík.
29.05.2010 05:00
Það hafa verið unnin skemmdarverk í geymsluporti Orkubús Vestfjarða upp við Þverárvirkjun. Myndir.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
28.05.2010 05:52
Sameiginlegur framboðsfundur V og J listum var haldin í kvöld í félagsheimilinu, góð mæting.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
27.05.2010 05:23
Sparisjóðs röltarinn er komin í gamla takta á miní gröfu, sólpallur verður reistur innan fárra daga
FLOTTUR SÁ GAMLI.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
27.05.2010 05:20
Á ekki Vegagerðin að sjá um viðhald á Hafnarbrautinni svolítið lengra en vigtarskúrin er?
Skrifað af J.H. Hólmavík.
27.05.2010 05:17
Ekki vissi ég það að prestsonurinn og tannlæknirinn góði ætti þetta litla og netta sveitasetur.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
27.05.2010 05:13
Barnaleikvöllurinn hérna í Höfðatúninu er orðin býsna flottur, það er að þakka smiðnum frá Gili
Skrifað af J.H. Hólmavík.
26.05.2010 16:06
SKOÐUNARKÖNNUN - hvað ætla íbúar Strandabyggðar að kjósa í komandi sveitarstjórnarkosningum 29 maí
Skrifað af J.H. Hólmavík.
26.05.2010 04:27
J listamenn sem eru í framboði í Strandabyggð héldu kynningarfund um sýn málefni á Kaffi Riis
Skrifað af J.H. Hólmavík.
26.05.2010 04:14
Sláttumenn Strandabyggðar eru farnir að slá um sig mótordrifnum sláttuvélum sem er svolítið snemmt?
Skrifað af J.H. Hólmavík.
26.05.2010 04:12
Hvað eru Skógarbændurnir á Sandnesi að gera, og ég spyr hvað á þetta að vera?
Skrifað af J.H. Hólmavík.
26.05.2010 04:03
Svakalega er mikið af Rauðbrystingum, fjarir eru fullar af þessum fallegu fuglum.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
26.05.2010 04:00
Ég læt þessa myndir flakka með sem eru ekkert spes, en eru teknar rétt fyrir kl 24.00 í gærkveldi.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
25.05.2010 03:16
Þennan merka mann Reyni Bergsveinsson frá Gufudal hitti ég í dag, hann var að kanna æðarvarpið.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
25.05.2010 03:14
Í dag var verið að landa að ég held rækju úr þessum dalli sem er ekki frýnilegur á að líta.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
25.05.2010 03:07
Hákarlahjallurinn endurgerði er skrambi flottur og líka söguskiltið sem er vel hannað.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
25.05.2010 03:03
Þetta sumarhús er ef til vill að koma til Hólmavíkur á næstunni.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
24.05.2010 03:25
Fór í dag upp á Kálfanesfjall og rölti um það um stund. Góður dagur en mætti vera hlýrri
Skrifað af J.H. Hólmavík.
23.05.2010 04:11
Sól og sæla á Ströndum í dag, þar sem allt er að gerast,æðurin, fjaran, hólminn, skerið og lífið.
Skrifað af J.H. Hólmavík.