Færslur: 2010 Maí
23.05.2010 04:09
Fór í dag á tveimur hjólum í sól og blíðu upp á Steingrímsfjarðarheiði, bara gaman.
23.05.2010 04:04
Álftarparið sem ungaði út 3 ungum í fyrra við Kirkjuból í Staðardal er byrjað á hreiðurgerð.
22.05.2010 19:45
Strandatröllaslúttið var í gær á Kaffi Riis. Frábær matur hjá Báru og Kidda, gerist ekki betra.
22.05.2010 12:50
Margra þjóða vinnuflokkur er núna á Laugarhóli í Bjarnarfirði að gera gott betra.
21.05.2010 23:45
Sameiginlegur fundur framboða í Strandabyggð
Sameiginlegur fundur framboða í Strandabyggð
Framboðslistarnir í Strandabyggð, J-listi og V-listi, hafa tekið höndum saman um að halda sameiginlegan framboðsfund á Hólmavík í næstu viku. Nánari staðsetning og tímasetning verður auglýst síðar. Þar verða framboðin kynnt, fjallað um stefnumál listanna og tekið við spurningum úr sal. Einnig hafa framboðslistarnir ákveðið að standa fyrir sameiginlegu kosningakaffi fyrir alla íbúa Strandabyggðar á kjördag, laugardaginn 29. maí.
21.05.2010 23:34
Kynningarefni og málefnaskrá V-lista.
Í gær var haldinn stuttur og snarpur kynningarfundur um málefni og
frambjóðendur V-listans í Strandabyggð. Ágæt mæting var á fundinn og góð
stemmning á Café Riis, en fundinum var einnig sendur út í beinni í gegnum
netfundabúnað. Þrír efstu menn V-listans, Jón Jónsson, Katla Kjartansdóttir
og Viðar Guðmundsson kynntu sig, auk þess sem málefnaskrá framboðsins var
kynnt. Opið var fyrir spurningar úr sal og svöruðu frambjóðendur greiðlega.
Í dag er málefnaskrá V-listans send út á hvert heimili í Strandabyggð, en er
lengur á leiðinni í pósti í Bitrufjörð og Djúp. Fyrir Strandamenn nær og
fjær er málefnaskrá V-lista aðgengileg hér á netinu og einnig fyrra
dreifibréf með kynningu á frambjóðendum.
21.05.2010 05:35
Aðalskipulag Strandabyggðar 2008 til 2020 var kynnt á íbúafundi í kvöld. Sjón er sögu ríkari.
21.05.2010 05:27
Fór á stjórnmálafund hjá V G í Strandabyggð, það var vel mætt á fundin.
20.05.2010 06:16
Félagsmiðstöðin Ozon hélt tónleika á Hólmavík í kvöld, ásamt því var Hamingjulagið valið.
Frábærir tónleikar og Ásdís Jónsdóttir er Hamingjulagavinningshafi 2010.
Fleiri myndir síðar.
19.05.2010 20:10
Fréttatilkirning frá V listanum í Strandabyggð.
Kynningarfundur V-listans kl. 18 á fimmtudag.
Svo óheppilega vill til að fyrirhugaður kynningarfundur V-listans
næstkomandi fimmtudagskvöld er á sama tíma og íbúafundur sem sveitarstjórn
Strandabyggðar stendur fyrir. Því hefur V-listinn ákveðið að flýta
kynningarfundinum, svo allir sem áhuga hafa geti líka mætt á íbúafundinn.
Snarpur kynningarfundur um framboð V-listans, frambjóðendur og stefnu þeirra
verður því haldinn á Café Riis á Hólmavík fimmtudaginn 20. maí frá kl.
18:00-19:00.
Fundarboðendum er vel ljóst að síðari hluti maí er hreint ekki heppilegur
tími fyrir fundahöld og kosningar, sérstaklega ekki fyrir bændur og búalið.
Þeir sem komast ekki geta því fylgst með fundinum í gegnum netfundabúnað með
því að smella á eftirfarandi tengil:
http://get.netviewer.thekking.is/home/men767952nv64
V-listinn í Strandabyggð.
19.05.2010 03:16
Síðdegisútvarp rásar 2 var hér á Hólmavík í dag og ræddi þar á meðal við listabræðurna Jón og Jón.
19.05.2010 03:14
Slökkviliðið á Drangsnesi var að vökva leikskólavöllinn rétt fyrir hádegið.
19.05.2010 03:11
Hólmavíkurkirkja hefur verið í yfirhalningu að utanverðu síðustu daga, múrarar þar að verki.
18.05.2010 04:40
Frambjóðendur í Strandabyggð, skrifið vefnum greinar og eða annað efni, það verður birt um hæl.
18.05.2010 03:10
Æðarhjón flugu um stund undan bílnum við Kirkjugarð þeirra Drangsnesinga í dag.
18.05.2010 02:51
Fjaran sunnanvert við Broddadalsá er fjölskrúðug, fullt af rekavið, netakúlur og fallegir klettar
Sjáið þetta fallega höfuð, flott.
Þetta par verð ég að skoða nánar í sumar.
Þessi steinn er flottur.
18.05.2010 02:49
Flottur snjóskafl rétt fyrir ofan fossinn í Gautsdal. Greinilega er einhver jarðhiti þarna.
16.05.2010 12:32
Indriði á Skjaldfönn skrifar magnaða grein í Bændablaðinu um friðun refs á Hornströndum.
Grein Indriða stórbónda Aðalsteinssonar á Skjaldfönn í Bændablaðinu 13 maí 2010, mögnuð grein.
Bændablaðið 13 maí. Grein Indriða á Skjaldfönn.
Vísur sem fylgja greininni.
Betra er að vera guði gerði ger
greindur bónda stauli.
En að heita hvað sem er
Hámenntaður auli. Spekinganna flokkur fríður
ferðar ekki lengi bíður.
Og í blaði, séð ég hef
sóttist vel að merkja ref.
Spekinganna flokkur fríð
ferðar ekki lengi bíður.
Og í blaði, séð ég hef
sóttist vel að merkja ref.
Haustið kom hríðar kargar
heldur var þá fátt til bjargar.
Ef fryðland ekki fæðu gefur.
Til ferðar býr sig svangur refur.
Austur og suður heldur hjörðin
hverfa að baki Drangaskörðin.
Yfir jökul aðrir blíða
ekki spara fætur sína.
Djúpsins byggðir heilla hugann
hér er fjölmörg matarsmugan.
Lyftast vonglóð loðin stýri
líta við á Rauðamýri.
Fjórir þeirra feigir hittu
fantagóða refaskyttu.
Svo í pósti sendir vini
sjálfum Páli Hersteinssyni.
Vísinda vöskum smið
var þá heldur illa við.
Skynsemi fyrir skaut því lotu
Skömmin hefur villst í þoku.
Páli gerðist brátt í brók
bitur reiði manninn skók.
Ætti að fá sér auðnurýr
Annarskonar gæludýr.
16.05.2010 04:54
Upp við flugvöll er fagurt útsýni hvert sem litið er þó að veðurfar sé ekki upp á það besta.
16.05.2010 04:47
Það var og er ekki vorlegt á Ströndum núna, hiti í lámarki og þungbúið veðurfar, getur varla versnað
16.05.2010 04:44
Það er talsvert meira af rjúpu en hefur verið undanfarin ár, hver er ástæðan ?
16.05.2010 04:41
Staðaráin er alltaf að naga sig nær veginum fyrir neðan brúna, en vegagerðin gerir ekki neitt.
16.05.2010 04:39
Umferðaróhapp var um fimmleitið í dag við vigtarskúrin, engin meiðsl, ökumaður að sunnan
15.05.2010 03:45
Fjáröflunartónleikar félagsmiðstöðvarinnar OZON á Hólmavik verða í Félagsheimilinu Hólmavík 19 maí
Stórskemmtilegir fjáröflunartónleikar félagsmiðstöðvarinnar OZON á Hólmavik verða haldnir í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 19.maí. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30, en þar stíga á stokk einstakir hljóðfærasnillingar úr Tónskólanum á Hólmavík auk frábæra söngvara á öllum aldri. Fjöldi frábærra slagara er á dagskránni og ungir sem aldnir ættu að geta hlustað á eitthvað við sitt hæfi!
Einnig verður keppt milli laganna tveggja sem bárust inn í samkeppni um Hamingjulagið 2010 en Hamingjudagar á Hólmavik verða haldnir 2-4 Júli. Salurinn greiðir atkvæði og meirihluti ræður úrslitum.
Sjoppa verður á staðnum fyrir nammigrísina. Aðgangseyrir er kr. 1200 fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir 6-16 ára og frítt fyrir yngri.
Ekki missa af þessari frábæru skemmtun!
EF þið viljið fá nánari upplýsingar um atburðinn hringjið þá í síma: Benedikt-8989162 eða Bjarni Ómar-8924666