Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 15:58

Dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík 2010 1 til 4 júlí.

    Dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík 2010.



Fimmtudagur 1. júlí

Kl 13:00-17:00 Kassabílasmiðja við Handverkshús Hafþórs. (Hefst kl 13 miðvikudaginn 30. júní)

Kl 21:00-23:30 Deep purple tribute í Bragganum. Stórtónleikar með frábærum tónlistarmönnum. Miðaverð kr 1.500.-

Föstudagur 2. júlí

Kl 13:00-17:00 Kassabílasmiðja við Handverkshús Hafþórs.

Kl 18:00-21:00 Hlaðborð á Café Riis. Fjölbreyttir fiskréttir.

Kl 20:00-21:30 Furðufataball fjölskyldunnar í Félagsheimilinu (fyrir 0-100 ára). DJ Darri og Einar sjá um fjörið.

Kl 20:00-21:30 Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur, undir stjórn Steingríms Þórhallsonar,

með tónleika í Bragganum..

Kl 22:00-00:30 Setningarathöfn Hamingjudaga í fjörunni við Kópnes:

"Hamingjan sanna" - Jón Jónsson á Kirkjubóli ávarpar samkomuna.

Gísli Einarsson og Rögnvaldur gáfaði hjálpa gestum að höndla hamingjuna með almennu uppistandi.

Laglausi kórinn verður formlega stofnaður með tilheyrandi hamingjutónum og inntökupróf framkvæmd.

Fjöldasöngur við hamingjueldinn.

Kl 23:00-03:00 Bjarni Ómar og Stebbi leika fyrir dansi á Café Riis.



Laugardagur 3. júlí

Kl 10:30-11:30 Polla- og pæjumót HSS á Skeljavíkurgrundum.

Kl 10:45-14:00 Hamingjuhlaupið.

Stefán Gíslason leggur upp frá vegamótum Vestfjarðarvegar (60) og Djúpvegar (61) við Ingunnarstaði.

Öllum velkomið að slást í för, alla leið eða hluta úr leiðinni.

Tímaáætlun liggur frammi á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og á www.strandabyggd.is/hamingjudagar

Kl 11:00-12:30 Morgunganga um Hólmavík. Lagt upp frá Íþróttamiðstöðinni.

Kl 12:30-13:30 Kassabílarallý í Höfðagötu, skráning á staðnum.

Kl 13:00-14:00 Trommuhringur undir stjórn Arnars S. Jónssonar. Mæting á Vitabraut 21.

Gestir geta komið með hvaða ásláttarhljóðfæri sem er, en einnig verða hljóðfæri á staðnum.

Leitað að hinum eina sanna hamingjutakti.

Kl 14:00 Útiskemmtun á Klifstúni

Svavar Knútur kynnir dagskrána

Hamingjuhlaupinu lokið

Ávarp oddvita Strandabyggðar, Jóns Gísla Jónssonar

Hamingjulagið 2010 flutt

Tónlistaratriði

Menningarverðlaun Strandabyggðar afhent í fyrsta sinn

Svavar Knútur og Loftur skemmta börnum á öllum aldri

Götuleikhús SEEDS hópsins

Jón Víðis töframaður töfrar viðstadda upp úr skónum

Kl 14:00-18:00 Vinnustofa Einars Hákonarsonar listmálara opin fyrir gesti og gangandi.

Kl 16:00-17:00 Brúðuleikhúsið Dúkkukerran sýnir Þjóðbrók í Hlein.

Kl 18:00-21:00 Hlaðborð á Café Riis. Íslenskt þema: lambakjöt, kótilettur, fiskréttir og margt fleira.

Kl 20:30-22:30 Geirmundar tónleikar og söngkvöld á Café Riis. Miðaverð kr 1.500.-

Kl 20:30-21:00 Hamingjugöngur úr hverju hverfi: gulir mæta við kirkjuna, rauðir efst á Hafnarbraut,

appelsínugulir við Grunnskólann og bláir við Kvenfélagshúsið. Gengið verður að hátíðarsvæði við bryggjuna.

Kl 21:00-22:30 Hnallþóruhlaðborð og Hamingjutónar:

Verðlaun veitt fyrir hamingjuskreytingar


Tónlistaratriði

Söngkeppni barna

Laglausi kórinn kemur fram í fyrsta sinn

Verðlaun veitt fyrir hnallþórur

Kl 22:30-24:00 Jón á Berginu með tónleika í Bragganum. Aðgangur ókeypis. Tilvalin upphitun fyrir dansleikinn

Kl23:00-03:00 Hamingjudansleikur með hljómsveitinni Hraun í Félagsheimilinu á Hólmavík. 16 ára aldurstakmark.


Sunnudagur 4. júlí

Kl 11:00-12:00 Léttmessa í Hólmavíkurkirkju. Sr. Sigríður Óladóttir messar.

Kl 12:00-17:00 Hamingjumót Hólmadrangs í golfi á Skeljavíkurgrundum.

Vegleg verðlaun fyrir þátttöku og fyrir efstu sætin. Skráning á staðnum.

Kl 13:00-18:00 Furðuleikar í Sauðfjársetrinu í Sævangi (12 km frá Hólmavík).

Óvenjuleg íþróttahátíð fyrir alla fjölskylduna, trjónufótbolti, skítkast o.fl.

Kl 13:00-18:00 Kaffihlaðborð í Kaffi Kind í Sævangi.Kl 14:00-18:00 Vinnustofa Einars Hákonarsonar listmálara opin fyrir gesti og gangandi.

Sýningar víðs vegar um bæinn:

    * Ljósmyndasýning Brynju Bjarnfjörð í gamla Fiskmarkaðnum (Furuvöllum).

    *ar listmálara opin laugardag og sunnudag kl 14-18 í Lækartúni 23.

    * Vorsýning Leikskólans Lækjarbrekku opin kl 9-21 alla dagana í Íþróttamiðstöðinni.

Ljósmyndasýning Jóns Halldórssonar í Fiskmarkaðnum.

    * Stefnumót á Ströndum, atvinnumála og menningarsýning, opin alla dagana kl 9-21 í Íþróttamiðstöðinni.

    * Vatnslitamyndir Dóru Kristínar Halldórsdóttur í Handverkshúsi Hafþórs.

    * Vinnustofa Einars Hákonarson

30.06.2010 11:54

Það er komið nýtt skilti við Broddanes, sem vísar vegin að gistihúsinu á Broddanesi.




                                      Hér er heimasíða  Ferðaþjónustan á Broddanesi.

28.06.2010 05:36

En hvað var þarna? veit ég ekki.










                                                 Fleiri myndir eru á NONNANUM.

27.06.2010 05:58

Er einkvað bilað?






26.06.2010 06:13

FRÉTTATILKYNNING. VEIÐILEYFI Í BJARNARFJARÐARÁNA ERU TIL SÖLU Á HÓTEL LAUGARHÓLI Í BJARNARFIRÐI





Veiðileyfin í Bjarnarfjarðará eru núna seld á Hótel Laugarhóli sími 4513380 eða laugarholl@laugarholl.is Veiðitímabilið er hafið og eru 4 stangir leyfðar í ánni á dag.

25.06.2010 11:52

Í kvöld var síðasti Menningarmálafundurinn hjá þessari nefnd. Ný nefnd tekur við í byrjun júlí



Frá vinstri á þessari mynd. Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudagana 2010, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Ása Einarsdóttir og undirritaður.

Þessi menningarmálanefnd hefur starfað síðustu 4 árin og hefur fundað mikið um allskonar menningarmál og þeim tengt, þeirra mest hefur verið skipulagning Hamingjudagana sem er orðið talsvert stórt batterí. Ég vil þakka mínu nefndarfólki fyrir gott og farsælt starf á þeim 4 árum sem ég hef starfað með því.
Í næstu viku eru Hamingjudagarnir á Hólmavík og bærinn okkar og sveitin eru á fullu við að fegra og taka til og líka það að hvert litahverfi kemur með sinn baráttusöng sem koma allir saman við Klifs tún(Kirkjuhvamminn) þar sem Hnallþóruhlaðborð og Hamingjutónar hljóma, svo er skundað á tónleika í Bragganum áður en er farið á ballið með hljómsveitinni Hraun og Svavari Knúti.
Góða skemmtun.
 

22.06.2010 11:54

Sauðfjárveikisvarnargirðingin upp á Vatnadal, stórhættuleg fyrir alla.Hver ber ábyrgð? ríkið?


                                                 Vond mynd en svona er þetta samt.