Færslur: 2010 Desember

05.12.2010 06:43

Hornbjarg er örugglega á topp 10 yfir fallegustu fjöll á Íslandi.Þangað ætla ég að fara 2011


Myndin er tekin á Sigluvíkurnúp upp að Reykjafirði á Ströndum.

04.12.2010 06:59

Hólmavík í dag.

































03.12.2010 06:53

Snemma í morgun var tunglið og sennilega Mars? á suð vestur himni, reyni aftur seinna.








                                                             Ferlega óskýrt verður betra seinna.

01.12.2010 05:25

Drottin blessi vora þjóð.Stjórnlagaþing í dag.SLAND eitt kjördæmi landsbyggðin 8% Rvk 88%


Í dag var gjört kunngjört hverjir mundu hafa verið kosnir til setu til Stjórnlagaþings  2011. Mikil vonbrigði var að sjá það að landsbyggðin fékk einungis 3 fulltrúa en Reykjarvíkursvæðið fékk 22 fulltrúa, þannig að Reykjarvíkursvæðið fékk 88% en landsbyggðin fékk einungis 8% . Þannig ef yrði kosið til Alþingis þá væri talan þannig að Reykjarvíkursvæðið mundi fá 55 þingmenn en landsbyggðin fengi einungis 8 þingmenn.

Þá spyr ég sem landsbyggðarmaður, vill einhver hafa ÍSLAND sem eitt kjördæmi? Svarið hlýtur að vera stórt NEI ef maður á að taka mark á þessari Stjórnlagaþingskosningu sem var gerð kunngjörð í dag, og við hljótum að velta þessari spurningu fyrir okkur hvort við landsbyggðarfólkið viljum hafa landið sem eitt KJÖRDÆMI, mér finnst það hæpið, alla vega ekki réttlátt. Þá spyr ég í lokin, vill það fólk sem vill að ÍSLAND verði eitt kjördæmi? Ekki getað komist til Vestfjarða og fleiri landsbyggðarstaða, og þar á meðal til eins sem var í kjöri -  til Djúpuvíkur á Ströndum, sem Reykjarvíkurliðið veit lítið sem ekkert um. Ætli Reykjarvíkurliðið viti um hvað málið snýst um, nema að sötra mjöð á 101 í  Reykjavík. ÍSLAND EITT KJÖRDÆMI NEI TAKK, ÍSLAND LENGI LIFI.

01.12.2010 05:12

Er fólkið lasið?. Ef ég minnist á hunda eða hundaskít þá fæ ég þennan ófögnuð heim til mín





Að gefnu tilefni verð ég nú að segja frá því sem ég hef ekki verið að fjalla um hér á mínum vef nema í myndum en ekki orðum, er það ef ég minnist á hunda eða hundaskít þá fæ ég heimsendan hundaskít frá einhverjum hundaeiganda hér í bæ, sem getur ekki þolað umfjöllun um hunda né hvað ég/við sjáum út um eldhúsgluggann og víðar frá mínu heimili. Að koma með hundaskít og planta honum á stétt og eða við útidyrahurðina hjá mér er þeim sem gerði slíkt til háborunar skammar, og það getur kostað hundaeigendur það að Strandabyggð (Sveitarstjórn) setji mun strangari reglur um hundaeign í Strandabyggð og jafnvel setji bann við að hundar verði á Hólmavík, sem er sjálfum hundaeigendum sjálfum að kenna en ekki aumingja hundunum. Sá sem hegðar sér svona sem myndirnar sína er hundaeigandanum sjálfum að kenna, ekki hundinum sem þarf auðvitað að gera sínar þarfir af og til eins og við sjálf, nema að við mannfólkið notar klósett en ekki grey hundarnir. Ég er hundfúll hvernig eigendur hunda hegða sér hér á Hólmavík og á flestum stöðum á landi voru.