Færslur: 2010 Desember
08.12.2010 06:29
Sveitarstjórn Strandabyggðar, í guðanna bænum fjarlagið þennan ónýta ljóta hjall, veg í staðin
07.12.2010 06:21
Í gær sunnudag opnaði Strandakúnst verslun sýna í gamla KSH húsinu, þar ræður Ásdís jóns ríkjum
06.12.2010 05:16
Hluti Reykhólasveitar var baðaður rauðleiddri sól um miðjan dag í dag.
05.12.2010 06:43
Hornbjarg er örugglega á topp 10 yfir fallegustu fjöll á Íslandi.Þangað ætla ég að fara 2011
Myndin er tekin á Sigluvíkurnúp upp að Reykjafirði á Ströndum.
04.12.2010 06:54
Grímsey á Steingrímsfirði um 11 leitið í morgun böðuð í sól sem er að nálgast suðrið, flott.
03.12.2010 07:02
Flott veður í dag svolítið rauðleitt. Baðkar upp við vegg, stórt kolagrill og sundið við sláturhúsið
03.12.2010 06:59
Enn og aftur situr þessi máfategund á bryggjupollanum þegar mig berð að garði, bara flottur.
03.12.2010 06:53
Snemma í morgun var tunglið og sennilega Mars? á suð vestur himni, reyni aftur seinna.
Ferlega óskýrt verður betra seinna.
02.12.2010 06:43
Fjögur gömul og góð hús í gamla plássinu hér á Hólmavík og fallegasta kirkja Íslendinga í baksýn
02.12.2010 06:39
Við Bassastaðarkrókinn , varla hef ég séð himininn jafn rauðan og í morgun, lystaverk
02.12.2010 06:37
Staðarbóndinn í morgun ásamt frúnni sem er að skoða póstinn bak við bóndann, fælni.
02.12.2010 06:34
Himininn var skrautlegur í morgun. Myndir teknar í porti Vegagerðarinnar hér á Hólmavík.
02.12.2010 06:31
Er ekki þetta gamla sæluhús algjörlaga ónýtt? Ég bara spyr, er ekki tilvalið að setja það á brennuna
01.12.2010 05:25
Drottin blessi vora þjóð.Stjórnlagaþing í dag.SLAND eitt kjördæmi landsbyggðin 8% Rvk 88%
Í dag var gjört kunngjört hverjir mundu hafa verið kosnir til setu til Stjórnlagaþings 2011. Mikil vonbrigði var að sjá það að landsbyggðin fékk einungis 3 fulltrúa en Reykjarvíkursvæðið fékk 22 fulltrúa, þannig að Reykjarvíkursvæðið fékk 88% en landsbyggðin fékk einungis 8% . Þannig ef yrði kosið til Alþingis þá væri talan þannig að Reykjarvíkursvæðið mundi fá 55 þingmenn en landsbyggðin fengi einungis 8 þingmenn.
Þá spyr ég sem landsbyggðarmaður, vill einhver hafa ÍSLAND sem eitt kjördæmi? Svarið hlýtur að vera stórt NEI ef maður á að taka mark á þessari Stjórnlagaþingskosningu sem var gerð kunngjörð í dag, og við hljótum að velta þessari spurningu fyrir okkur hvort við landsbyggðarfólkið viljum hafa landið sem eitt KJÖRDÆMI, mér finnst það hæpið, alla vega ekki réttlátt. Þá spyr ég í lokin, vill það fólk sem vill að ÍSLAND verði eitt kjördæmi? Ekki getað komist til Vestfjarða og fleiri landsbyggðarstaða, og þar á meðal til eins sem var í kjöri - til Djúpuvíkur á Ströndum, sem Reykjarvíkurliðið veit lítið sem ekkert um. Ætli Reykjarvíkurliðið viti um hvað málið snýst um, nema að sötra mjöð á 101 í Reykjavík. ÍSLAND EITT KJÖRDÆMI NEI TAKK, ÍSLAND LENGI LIFI.
01.12.2010 05:23
Sportbátur Ella Vörubíla og sleðamanns ásamt mörgu öðru - var tekin á land í dag.
01.12.2010 05:12
Er fólkið lasið?. Ef ég minnist á hunda eða hundaskít þá fæ ég þennan ófögnuð heim til mín
Að gefnu tilefni verð ég nú að segja frá því sem ég hef ekki verið að fjalla um hér á mínum vef nema í myndum en ekki orðum, er það ef ég minnist á hunda eða hundaskít þá fæ ég heimsendan hundaskít frá einhverjum hundaeiganda hér í bæ, sem getur ekki þolað umfjöllun um hunda né hvað ég/við sjáum út um eldhúsgluggann og víðar frá mínu heimili. Að koma með hundaskít og planta honum á stétt og eða við útidyrahurðina hjá mér er þeim sem gerði slíkt til háborunar skammar, og það getur kostað hundaeigendur það að Strandabyggð (Sveitarstjórn) setji mun strangari reglur um hundaeign í Strandabyggð og jafnvel setji bann við að hundar verði á Hólmavík, sem er sjálfum hundaeigendum sjálfum að kenna en ekki aumingja hundunum. Sá sem hegðar sér svona sem myndirnar sína er hundaeigandanum sjálfum að kenna, ekki hundinum sem þarf auðvitað að gera sínar þarfir af og til eins og við sjálf, nema að við mannfólkið notar klósett en ekki grey hundarnir. Ég er hundfúll hvernig eigendur hunda hegða sér hér á Hólmavík og á flestum stöðum á landi voru.