Færslur: 2011 Janúar
22.01.2011 23:57
Flottir steinn í fjörunni við Víðidalsána, hann líkist svolítið hrosshaus og eða kúahaus.


22.01.2011 06:30
Aflaskipið Hlökk ST 66 þurfti í dag á smá aðhlynningu, sem var bara smá klapp á fagran skrokk




Kíkið á Myndbönd.
21.01.2011 06:18
Bjössi Pé fyrrum útgerðakóngur var í dag að gera Hákarl kláran til sölu á góðu verði 900 kall dollan


21.01.2011 06:13
Feðgar voru að beita fyrir útgerðina á Hilmi ST 1 þegar mig bar að garði í dag, bara nokkuð brattir


20.01.2011 06:59
Vegagerð fyrir botni Steingrímsfjarðar er orðin skotheld til útboðs, engar kærur bárust.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Vegagerðinni nú í dag bárust engar kærur vegna lagningu nýs vegar frá ósum Staðarár og fyrir botn Steingrímsfjarðar meðfram fjörunni og útfyrir Grænanes að Grænanesmelum. Samkvæmt heymildum er útboðið klárt til útboðs og er áætlað að framkvæmdir geti hafist á vormánuðum. Kærufrestur rann út 11 janúar síðastliðin.
20.01.2011 06:29
Strandabyggðahrepparararnir voru í hreppa kontors flutningum í dag, svakalega voru þeir þreyttir


20.01.2011 05:18
Hann er seigur Bassinn Guðbrandur Sverrisson, fékk 6 refi í agni við Bólstað í fyrrinótt, nóg er til

Á þessari mynd er skyttan ásamt þremur refum, en hann var búin að flá hina þrjá þegar mig bar að garði í morgun. Það er eftirtektarvert að þessir refir eru allir vel haldnir, sem að segir manni það að þeir hafa nægan matarforða til að japla á og þar á meðal er rjúpan stór þáttur í þeirra matarkeðju.
19.01.2011 04:54
Í dag. Miðdalurinn á Ströndum er orðin svolítið snjóalegur, ætli það verði lengi, rigning framundan









19.01.2011 01:41
120 ára afmæli Sparisjóðs Strandamanna 19 janúar 2011.

Miðvikudaginn 19. janúar 2011 eru liðin 120 ár frá stofnun Sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellshreppa, en stofnfundurinn var haldinn að Heydalsá 19. janúar árið 1891.
Af þessu tilefni er öllum þeim sem leggja leið sína í höfuðstöðvar sparisjóðsins á Hólmavík á afmælisdaginn boðið að þiggja léttar veitingar.
Einnig verður boðið upp á léttar veitingar í afgreiðslu sparisjóðsins á Norðurfirði fimmtudaginn 20. jan. en lokað er þar á miðvikudögum.
Verið öll velkomin.
Sparisjóður Strandamanna.
18.01.2011 06:43
Næstkomandi laugardag 22 janúar munu íbúar í Strandabyggð blóta Þorra á Hólmavík.


17.01.2011 06:22
Ég fór í dag upp á Vatnadal í muggu veðri,ekki er mikið um snjó á þessu svæði, varla sleðafært


17.01.2011 06:13
Þessar myndir eru teknar á sumarsólstaðadeginum 21 júní 2008 Kl 24.00 Sólin er fyrir botni Selárdals



16.01.2011 06:48
Það hafa örugglega ekki margar Lödur farið upp á Drangajökul, en þangað fór ég oft á Lödunni




16.01.2011 06:44
Tvö sumarhús komu á Strandir 1994, að Hólum í Staðardal og til Syrpu í Selárdal á Ströndum.




16.01.2011 06:36
Myndir frá mars 1990 - þá snjóaði mikið á Ströndum. Myndir frá Hrófbergi og Hólum í Staðardal




15.01.2011 07:08
Myndir í dag og myndbönd eru teknar frá Hellu á Selströnd og snjómokstri á Hólmavík.



Kikið á myndbönd.
15.01.2011 07:01
Gleymdist að birta þessar myndir um veltu vöruflutningabíla. Ísafjarðarleið velti við Kleppustaði





15.01.2011 06:54
ARNARFELL HF. Síðustjóri vann eitt sinn hjá þessu ágæta fólki. Myndir óhapp við Mosfell Grímsnesi





14.01.2011 07:11
Það styttist vonandi í það að maður geti farið til Stranda norðurs, sennilega er komin nægur snjór


Hrollleifsborg er skrambi fögur.
14.01.2011 07:00
Kollafjarðarnes í rokinu í gær og er reyndar enn, myndin er tekin frá Broddadalsá.

14.01.2011 06:57
Horft niður dalinn frá Steinadal í áttina til Ljúfustaða í Kollafirði í dag.


14.01.2011 06:53
Snjórinn á flestum stöðum á Ströndum er ferlega dökkur og skítugur vegna roksins. Mynd Forvaði


14.01.2011 06:44
Grunaði ekki Gvend,rusla tunnu ómyndin er fyrir nokkru síðan orðin full af rusli og opin,ekki gott

14.01.2011 06:38
Þetta loftfar hlýtur að vera æfar gamalt og er frá Sikorsky verksmiðjunum .Nánar á verslo.is/baldur




Heimild verslo.is/baldur
13.01.2011 06:49
Broddanes á Ströndum fest á myndir og örmyndband í dag 12 janúar í vindasömu vetrarveðri.




13.01.2011 06:23
Í júlí 1993 var merkur dagur í flugsögu Vestfirðinga,Rússarnir komu ásamt mörgum öðrum vélum





Þessi Rússavél fór frá Hólmavík og flaug til Kollafjarðar á Barðaströnd og þar bilaði hún og var þar í einhvern tíma og síðan var henni komið fyrir á safninu á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð.
Seigur sá gamli Loftleiðaflugmaður Dagfinnur Stefánsson.
Þekkið ekki þennan.
Þessi mynd er tekin um borð hjá Dagfinni Stefánssyni fyrrum flugstjóra Loftleiða.
12.01.2011 07:15
Það stefnir mikla búferlaflutninga hjá sveitarstjórnarráðendum Strandabyggðar,gott? vont?


12.01.2011 07:11
Leiðindaveður á því Strandarsvæði sem ég fer á dags daglega, og snjó kyngir niður.
