Færslur: 2011 Febrúar
05.02.2011 05:57
Drangsnes fyrir hádegi í dag. Skildi hafa verið hluthafafundur hjá Drangi? Eða er staðan slæm?
Skrifað af J.H. Hólmavík.
04.02.2011 05:34
Þessi Brandugla var á sveimi yfir útjaðri Hólmavíkur í dag.Myndir teknar í porti Vegagerðarinnar
Skrifað af J.H. Hólmavík.
04.02.2011 05:27
Nú er hafin borun eftir heitu og eða köldu vatni á Mýrunum á vegum Kaldrannaneshrepps
Það er snillingurinn Árni Kópsson sem sér um borunina.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
03.02.2011 22:29
Þetta er listamaðurinn Hafþór Þórhallsson fuglatálgari með meiru með vænan raft undir hendi
Vonandi mun hann tálga þá tegund fugla sem eru á meðfylgjandi mynd Snjótittlingana - flottir.
Þetta hefur tálgarinn tálgað, og það er rífandi sala hjá honum, hefur vart undan pöntunum.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
03.02.2011 06:21
Nokkrar myndir frá eldri hluta Hólmavíkur frá því í dag, myndirnar voru teknar í snjókomu.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
02.02.2011 14:07
Þessir snillingar voru að fara til Reykjavíkur með þessa hesta kerru og koma með aðra til baka.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
02.02.2011 13:45
Bakkabæirnir í Bjarnafirðinum í frekar dökku umhverfi eins og það var í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
02.02.2011 13:36
Vefstjóri Hólmavíkurvefsins Hólmavík.123.is hefur valið Strandamann árana 2009 + 2010 Ströndum
Ég sem eigandi á þessum Hólmavíkurvef Hólmavík.123.is á Ströndum hef ég valið Strandamann ársins/árana 2010 og líka 2009 sem kemur örugglega engum sem til þekkja á óvart. Hann og hans fjölskilda hafa gert ótrúlega góða hluti síðan að þau fluttu frá Borgarfirðinum og til Kollafjarðar í Strandasýslu að bænum Miðhúsum í Kollafirði. Ég er að tala um snillinginn Viðar Guðmundsson bónda - tónlistarmann - tónlistakennara - kórstjóra - organnista - sorptæknir og bíladellukall ásamt mörgu öðru, hann hefur reyst stórt og mikið íbúðarhús í Miðhúsum eins og sést á mynd, hans aðal starf eru bóndastörf og svo ekur hann ásamt konu sinni í það minnsta daglega til Hólmavíkur sem þau starfa við tónlistarskóla Strandabyggðar og svo er hann eins og þeytispjald út um allar trissur að spila við jarðarfarir og eða giftingar sunnan sem norðan Holtavörðuheiðar og víðar, geri aðrir betur. Þetta er mín sýn af þessum lundlétta og fjölhæfilega og ekki síst duglega Strandamanni sem ég og allir Strandamenn gjöra og óska ég honum og hans fjölskildu til hamingju með það sem þau hafa gert síðan þau fluttu til Strandamanna fyrir tæpum þremur árum síðan. Viðar Strandamaður - njóttu titilsins frá vefstjóranum á Hólmavíkurvefnum Hólmavík.123.is og hafðu bara gaman að, enda er allt gert að gamni eins og á að gera það, og ég tók þig á orðinu rétt áður en myndin af þér var tekin í dag á Bröttugötunni hér á Hólmavík, meira en Kollfirðungur ársins, Strandamaður árana 2009 og 2010.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
02.02.2011 05:52
Í dag. Krakkar á Heydalsá að renna sér á sleða niður brekkuna og með Grímsey í baksýn.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
01.02.2011 06:37
Leiðindabelgingsveðurfar á Ströndum í dag, útlitið fyrir vikuna er ekki gott. Febrúar á morgun
Skrifað af J.H. Hólmavík.
01.02.2011 05:57
Svona lítur viðbygging KSH út í dag, þetta potast, Gunnar Gríms málari málar svo herlegheitin
Snikkarinn bara ánægður á svipinn.
Skrifað af J.H. Hólmavík.