Færslur: 2011 Október
30.10.2011 20:12
Við Þiðriksvallavatn í dag.Það hefur verið leiðinda veður rok og úrhelli á Strandarsvæðinu og er enn
29.10.2011 12:38
Karoki skemmtun var haldin í gær föstudag í Bragganum, met þátttaka - Aðalheiður Lilja sigraði
28.10.2011 16:58
Hérna var ég í heimavistarskólanum á Klúku í Bjarnarfirði hér á árum áður, heitur staður
28.10.2011 16:57
Gamall vagn inn við Strákaklif. Steingrímsfjörðurinn ávalt sléttur og fagur.
27.10.2011 19:30
Hólmavík í gærmorgun þegar sól var að koma upp, uppaf Húnavatnssýslunum, frekar rautt en sætt
27.10.2011 19:28
Góður ilmur var um allan Steinadalinn þegar Jólailmurinn liðaðist um dalinn.
27.10.2011 19:27
Nú eru bændurnir á Stóragrund að fá rafmagn í fjárhúsin, gott hjá þeim.
26.10.2011 20:36
Það er allt á fullu hjá útgerðar og veitingarhjónunum á Drangsnesi.Smá hótel verður reist á næstunni
26.10.2011 20:34
Efni í nýju brúna sem á að fara í byggingu innan skamms á Staðaránni er að koma á staðin
26.10.2011 20:32
Vegagerð í Staðardal. Nú er verið að bora í klappirnar í nýja veginum fram að Stað.
26.10.2011 20:31
Broddanes - Einar & Sig. Fjárflutningabílar er að taka restina á Strandasvæðinu um þessar mundir.
25.10.2011 18:04
Drangsnes. Það hefur verið einbeittur brotavilji músarinnar að koma vélinni í gang og það tvisvar.
Svanur Hólma Ingimundarson eðalbóndi á Drangsnesi á Ströndum hafði samband við lögregluna eftir að hann hafði komið að dráttarvél sinni í gangi þar sem hún var með heybindivél á beislinu og þar spólaði hún og djöflaðist á henni. Var vélin búin að spóla sig niður á vinstra afturdekkinu sem var orðið svolítið tætt af átökunum. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að mjög líklega hafi orðið einhver samsláttur í rafkerfinu, þá hugsanlega vegna músagangs, og við það hafi vélin farið í gang og það tvisvar. Hvort það sé rétt að mýslurnar hafi komið þessari atburðarrás á stað til að hrella Svansann skal ósagt látið en ef það er svo þá virðist þetta vera einbeittur brotavilji mýslunnar. Vonandi er engin draugsi á sveimi á Drangsneshæðum.
24.10.2011 20:03
Ágætu Strandamenn, bæði á Ströndum, höfuðborgarsvæðinu og annarstaðar.
FRÉTTATILKINING.
Nýlega hóf ég störf á Fasteignasölunni Landhelgi, Skógarhlíð 12 . 105 Reykjavík.
Ég býð fram þjónustu mína við þá sem þurfa bæði að kaupa eða selja fasteignir hvar sem er á landinu. Ef þú ert í kaup-söluhugleiðingum, endilega hafðu þá samband og ég mun aðstoða þig eins og kostur er.Með bestu kveðju
Magnús H. Magnússon Sölufulltrúi
Sími:+354-527-1040 Gsm:+354-892-3467magnus@landhelgi.is www.landhelgi.is24.10.2011 20:01
Vegagerðin og vegamótin með snjóinn í bakgrunni í dag. Vegagerðarkallarnir hafa næg verkefni.
+
24.10.2011 19:59
Lundi ST 11 frá Gjögri er komin á kantinn, hvert á hann að fara eða geima yfir veturinn veit ég ekki
20.10.2011 22:04
Seigur hann Stefán hafnarverktaki hér við höfnina, það er rífandi gangur hjá Sauðkræklingnum
20.10.2011 22:01
Hvað eru Litla Fjarðarhornssumarbændur að gera? á að girða jörðina af með hliðum eða hvað?
19.10.2011 20:26
Myndir teknar í dag fyrir utan Heydalsána,timburfell á kambinum og fjörurusl komið í Hleinar kar
Timburfell á kambinum og Bæjarfell í baksýn.
19.10.2011 20:24
Jæja það hafa nokkrar Sveitarstjórnir hér ætlað að laga Bröttugötuna og rífa þessi ömurlegu hús en?
19.10.2011 08:47
Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði verður stofnað á Hólmavík 3 desember 2011
Fréttatilkynning.
Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði.
Laugardaginn 3 desember verða stofnuð samtök áhugafólks um "Hreindýr á Vestfirði" . Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýranna, það er að segja hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir dýrin. Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Vestfjörðum, eiga þar fasteignir eða jarðir. Þeir sem vilja gerast félagsmenn í samtökunum skrái sig sem allra fyrst á hreindyr@skotvis.is. Á stofnfundi samtakanna verður kosin stjórn þeirra, skipað í starfshópa og lög samtakanna rædd og síðan borin upp til samþykktar. Fundarstaður hefur en ekki verið ákveðinn en líkur eru þó á að fundurinn verði haldinn á Hólmavík. Undirbúningsnefndin.