Færslur: 2011 Október

06.10.2011 21:59

Sumarhúsabóndinn á Skarði í Bjarnarfirði Jónas Ragnarsson alltaf brattur, var að aftengja vatnið





                        Flottur kallinn og náttúrulegur á allan hátt, bara góður.
                
                                   

05.10.2011 21:59

Smá nöldur.Malargöturnar á Hólmavík sem enn eru til árið 2011 eru hryllilegar álíka og Kollafjörður









Þetta er engum bjóðandi á 21 öldinni að hafa þetta svona, og líka það að við Borgabrautina er sjúkrahús og elliheimili.

05.10.2011 18:33

Á laugardaginn kemur 8 október heldur Skotvís fund á Caffe Riis um Hreindýr, Hreindýr til Vestfjarða

  FJÖLGUN HREINDÝRA.



Skotveiðifélag Íslands efnir til fundar um efnið ,, Hreindýr á Vestfirði" fundurinn verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 08 október kl. 14 á Caffe Riis. Frummælendur eru Davið Ingason og Sigmar B Hauksson.
Fjallað verður um lífsskilyrði hreindýra, hættu á smitsjúkdómum og fjárhagslegan ávinning. Fundurinn er öllum opin, í lok fundar verða
almennar umræður.
Skotvís.

02.10.2011 18:45

Miklar breytingar hafa orðið á Drangajökli á tveimur árum,hefur hopað mikið og sigið talsvert

                                                   
                                                        Myndir frá 02/10 2011.

                                            
                                            Miklar breytingar hafa átt sér stað.


                                        
                                        Mikið sig er að sjá um einhverja tugi metra.



Neðsta myndin er tekin í júlí 2008.    Berið saman mynd tvö og neðstu myndina, skuggalega miklar breytingar.