Færslur: 2011 Nóvember

16.11.2011 19:57

Vegagerð fyrir botni Steingrímsfjarðar potast smá áfram, það er verið að gera klárt fyrir brúargerð








                         Til lukku með nýju ofurmokaragræjuna Staðarbændur, flott vél.

15.11.2011 21:31

Vængjatök.



14.11.2011 21:14

Ég vil minna á stofnfund áhugamanna um Hreindýr til Vestfjarða verður 3 desember á Hólmavík.



Fréttatilkynning.

Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði.

Laugardaginn 3 desember verða stofnuð samtök áhugafólks um "Hreindýr á Vestfirði" . Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýranna, það er að segja hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir dýrin. Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Vestfjörðum, eiga þar fasteignir eða jarðir. Þeir sem vilja gerast félagsmenn í samtökunum skrái sig sem allra fyrst á hreindyr@skotvis.is Á stofnfundi samtakanna verður kosin stjórn þeirra, skipað í starfshópa og lög samtakanna rædd og síðan borin upp til samþykktar. Fundurinn verður haldinn á Hólmavík 3 desember næstkomandi.   Undirbúningsnefndin.

Ps. Kíkið á viðtalið við Strandamanninn Magnús Ólafs Hansson sem var í Kastljósinu 14 nóvember http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/14112011

13.11.2011 21:26

Logn og aftur logn á Ströndum en þokuskömmin er af og til að laumast hér og þar án heimildar

                                              Við Þiðriksvallardatn.
                                                   Hólmavíkurhöfn.


                                                          Efst í Arnkötludal.
                                                Þokan í miðhluta Arnkötludals og víðar.
                                                     Þverárvirkjun og Víðidalsá.
                                                        Þokan að laumast.

12.11.2011 20:41

Í gær bættist í smábátaflota Hólmavíkur þegar Pollux SH 40 verður Frigg ST 69 kom til Hólmavíkur




Þennan bát þekkja allmargir Strandamenn hann var í eigu Guðmundar Ragnars fátæka á Drangsnesi og hét þá Kristbjörg. Þannig að hann er nánast aftur komin heim, allavega heim til Hólmavíkur. Ég vil óska eigendum til hamingju með þetta flotta Strandafley.

11.11.2011 21:53

Í morgun fór ég til hafnarverktakans Stefáns í smá morgunkaffi og myndaði hann og vinnumanninn




Smá viðbót við þessar myndir. Fyrir 22 árum vann ég með Stefáni verktaka út í Grímsey á Skjálfanda í flugvallargerð - frábær tími. Með honum á myndinni eru frá vinstri Víkingur Viggósson Brynjólfssonar frá Broddadalsá á Ströndum, Stefá verktaki þá frá Sauðárkrók, Jósteinn Guðmundsson Hólmavík og Árni Hansen frá Sauðárkrók. 



07.11.2011 18:00

Í morgun var flughálka að hluta til í Bjarnarfirðinum á milli Skarðs og Laugarhóls.


                                                       Við Skarðsklif.