Færslur: 2012 Janúar
08.01.2012 18:25
Í dag var Strandamaðurinn Gunnar Karl Þórðarson Háfelli að fara með skurðgröfu inn í Staðardal
Skrifað af J.H. Hólmavík.
07.01.2012 22:28
Nú er Eyktarskiltið komið við væntanlegu níu Staðarárbrúna sem á verða fullbyggð fyrrihluta sumars
Skrifað af J.H. Hólmavík.
07.01.2012 22:04
Fimm Strandatröll fóru á Strandafjöll í dag,80% tröllanna fóru til Djúpuvíkur en 20% fór heim
Skrifað af J.H. Hólmavík.
06.01.2012 19:40
Snjór og aftur snjór á Hólmavík eins og staðan var í dag þegar jólin eru að kveðja á þrettándanum.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
06.01.2012 19:38
Súkku frúin í Tröllatungu á leiðinni heim í ófærðinni í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
06.01.2012 19:33
Nægur snjór er nú á Hólmavík, hann er varla fallin til jarðar þegar mokararnir eru mættir á staðin
Skrifað af J.H. Hólmavík.
06.01.2012 19:30
Faðirvorsbíllinn prestfrúarinnar á Hólmavík er vel geymdur í fönninni.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
06.01.2012 19:15
Leikið sér af líf og sál í moksturssnjónum í Leikskólabrekkunni (Braggabrekkunni) í dag.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
05.01.2012 22:18
Hafnarverktakinn er sjáanlega mættur til starfa eftir Jólafríið og sólin var næstum komin líka í dag
Skrifað af J.H. Hólmavík.
05.01.2012 22:14
Nokkrir vörubílar sem tengdust mér á einn eða annan hátt í alltof mörg ár,en samt gaman að skoða
Skrifað af J.H. Hólmavík.
04.01.2012 22:01
Fjalla og tindarölt ársins 2011.
Fjalla og tindarölt ársins 2011. Samkvæmt myndadagbók síðustjórans fór ég átta sinnum upp á Kálfanes og Skeljavíkurfjöll, þrisvar sinnum á fjöll í grannabyggð okkar í Reykhólasveitinni, tvisvar sinnum upp á Hrossaborg í Dalabyggð og einu sinni upp á Hafratind í Dalabyggð. Fór í þriðja sinn á jafnmörgum árum upp á Lambatind ásamt Árna Björnssyni Strandamanni og um Verslunarmannahelgina fór ég á Kálfatind og í lokin í September fór ég tvisvar á Kolbeins og Birgisvíkurfjöll í fyrraskiptið var þoka en í það seinna var glampandi sól og blíða. Þannig að þetta eru orðnir nokkrir metrarnir sem hafa verið farnir á árinu 2011. En flottustu fjöllin sem ég hef farið til eru á Ströndum, skoðið bara myndasíðuna mína http://nonni.123.is/ þá kemur það allt í ljós. Vonandi verður 2012 ekki síðra hvað fjalla og tindarölt um ræðir.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
04.01.2012 21:59
Þetta er örugglega drullufestur ársins 2011 hér um slóðir.Þórður Sverrisson bregst ekki myndavélinni
Skrifað af J.H. Hólmavík.
04.01.2012 21:57
Þegar Hólmavík var með togarann Hólmadrang ST 70. Hvenær verður næst togari í eigu Stranda?
Skrifað af J.H. Hólmavík.
04.01.2012 21:55
Ég hef áður birt þetta tröllskessulega Ljón sem er á miðri Gálmaströndinni á milli Þorpa og Hvalsá.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
03.01.2012 18:00
Mikið um lágfótu á Ströndum. Í nótt skutu tvær refaskyttur 5 refi í agni við Ásmundarnes.
Skrifað af J.H. Hólmavík.
01.01.2012 00:29
Áramótabrenna Björgunarsveitarinnar Dagrenningarinnar í Strandabyggð 31/12 2011
Skrifað af J.H. Hólmavík.