Færslur: 2012 Apríl
23.04.2012 20:26
10 Búrhvalir inn í Steingrímsfirði í dag. Fór með Frigg ST 69 Bjössa P til að skoða þá
22.04.2012 22:24
Hreindýr til Vestfjarða verður vonandi að veruleika áður en tærnar á manni snú upp á við, ? hvenær
F r é t t a b l a ð i ð 2 1 a p r í l 2 0 1 2.
22.04.2012 17:31
Rölti upp að Hrófbergsvatni í frekar svölu en björtu veðri og hitti gamlan steinkall við Grjótána








20.04.2012 20:06
Þá er blessuð Heiðlóan komin til Stranda, þessar voru á túninu við Broddanes og voru að tína orma


20.04.2012 20:03
Í dag kom til Hólmavíkur Eyborg ST 59 með um áttatíu tonn af rækju.



20.04.2012 19:59
Hérna var einu sinni KSH en verður kontor Strandabyggðar og allskonar nefnda funda starfsemi




Elfa Björk Bragadóttir kontoristi var bara ánægð að vera komin á neðrihæðina sem Kaupfélagið var áður.
20.04.2012 19:58
Ekki fer nú mikið fyrir snjónum í Leitinu miðað við oft áður sem hefur stundum verið í metravís


19.04.2012 22:31
Sveitastjóri Strandabyggðar hefur sagt upp frá og með fyrsta september næstkomandi.
19.04.2012 21:02
Húsin á Snæfjallaströndinni heimsótt í dag og mynduð á sumardaginn fyrsta í frekar svölu veðri











19.04.2012 20:58
Hvað er verið að gera í Lágadalsánni - er verið að búa til lagsastiga eða hvað, svör óskast



19.04.2012 18:39
Góðu síðuskoðendur Hólmavíkursíðunnar - óskar öllum landsmönnum gleðilegs sumars nær og fjær

19.04.2012 18:32
Ferming í Kaldrannaneskirkju 1970. Prestur var engin annar en séra Andrés Ólafsson Hólmavík.

Frá vinstri eru Ingibjörg Ingimarsdóttir Kaldrannanesi, Jónína Númadóttir Gilstöðum, Jón Vermundsson Sunndal, Elías Jakob Ingimarsson Framnesi, og verktakinn og útgerðarfurstinn hinn nýi Kristján Guðmundsson Stakkanesi.
Nábúar- grannar og frændur spjalla saman við Landroveresjeppa Halldórs Halldórssonar Hrófbergi og Guðmundur Björnsson Stakkanesi eru örugglega ekki að tala um sauðburð eða þannig á þessum fermingardegi.
18.04.2012 21:30
Starfsfólk Kaupfélags Steingrímsfjarðar í janúar 1978. Myndir Þorkell Jóhannsson myndasmiður





18.04.2012 21:28
Mikið sjávarrusl kemur að landi frá bátum sem henda allskonar drasli frá borði. Breiðavík 16 apríl.



18.04.2012 21:26
Húsafellshellan.Tveir hraustir sannkallaðir Strandamenn Hreinn Halldórsson og Valdimar Fr. Jónsson

17.04.2012 22:15
Náttúrulistaverkin með kall og kellingu eru víða, í Breiðavíkinni utanvert við Þorpa má finna þau



17.04.2012 22:09
Þessa mynd ásamt öðrum myndum lét móður mín mig fá um þremur tímum áður en hún lést.

Á þessari stórgóðu mynd eru þeir frændur mínir og bræður Sigurkarl Magnússon og Pétur Hofmann Magnússon miklir kraftamenn og bílajaxlar svo vægt sé til orða tekið.
17.04.2012 08:48
Hreindýr á Vestfirði - hver er staðan?

Fundur verður í Kvenfélagshúsinu á Hólmavík. laugardaginn 21 apríl kl. 14 Á fundinum verður fjallað um rök með og á móti því að setja niður hreindýr á Vestfjörðum. Á fundinum verður stofnaður starfshópur til að vinna söfnun upplýsinga, kynna málefnið og skipuleggja starfið næstu
mánuði.
Undirbúningsnefndin.
15.04.2012 18:14
Hólmavík séð frá vörðunni sem er á Heiðabæjarheiðinni á milli Tungudals og Miðdals.




15.04.2012 18:07
Alltaf er nú gott að tylla sér á bekkinn og það í sólinni við Hólmavíkurkirkjuna.

15.04.2012 17:59
Björn Sverrisson (Billi) snjóhreinsari með meiru er farin að flytja áburð til bændanna.
