Færslur: 2012 Maí
23.05.2012 20:39
Kellingin á Drangsnesi er allavega kellinga elst á þeim bænum þó víðar væri leitað, bara flott.




22.05.2012 21:18
Þessa fegurð við ósa Bjarnarfjarðaráar er maður búin að fara framhjá í áratugi, sem er vert að skoða




22.05.2012 21:11
Verslunin Erllingsen verður með fjórhjól til sýningar á mótorkrossbrautinni 26 maí næstkomandi

Outlander T3 býður upp á einstaka samsetningu af valmöguleikum fyrir bæði á og utan vega.
Can-Am Outlander T3 er EC samþykkt sem götuskráð dráttarvél. Þar sem að það er framleitt sem Can-Am fjórhjól þá hefur það alla þá eiginleika sem þeim fylgja ásamt breytingunum sem dráttarvél.
Með öðrum orðum sterkur vinnuþjarkur í sveitina.
Verður til sýningar við mótorkrossbrautina hér á Hólmavík 26 maí á milli kl 13.00 til 17.00
22.05.2012 21:07
Mikið líf og fjör við höfnina í dag þegar Strandveiðimátarnir komu í búntum til löndunar











21.05.2012 23:10
Hef nú séð margt vitlaust um ævina, Strandabyggð vill byggja hús/íbúðir á barnaleikvellinum, klikkun

Þetta kemur fram í fundarsamþykkt í Umhverfis- og skipulagsnefnd 14. maí 2012, ég bara spyr er fólkið í nefndinni ekki með öllum mjalla, þetta er jafn vitlaust og að ganga inn í Evrópusambandið með buxurnar á hælunum . Þetta er leikvöllur fyrir börnin sem eiga heima hér í Höfðahverfinu og marga aðra sem hingað koma, bygging á þessum stað nei takk.
21.05.2012 22:20
Góður gangur í brúarsmíðinni yfir Staðarána,það fer að styttast í að steypubílarnir fari að birtast





21.05.2012 22:19
Skólabíllinn og Alferð á Hólmavík í dag og líka upp í Kollafirði og það líka í dag.


21.05.2012 22:07
Út við ároddann við Víðidalsána í morgun.








Ég er skrambi hræddur um það að þetta æðarhreiður sem er nánast í flæðarmálinu fari á haf út ef gerir bara smá vind.
20.05.2012 19:43
Fagurt er Hrófbergsvatnið blálitað í sólinni með Fitjavatnið fyrir framan sig var heimsótt í dag.





20.05.2012 19:24
Eyjar, hrikalega sést það vel á myndinni hvað vegurinn er hlykkjóttur, hönnuðurinn er Stjáni hlykkur

20.05.2012 19:22
Kaldbakshornið með grátt í vöngum er ávallt tignarlegt og flott á að líta.


18.05.2012 20:23
Brandendur heita þessir skrautlegu fuglar sem voru í svo nefndri Fúluvík sem er utanvert við Hrófá





18.05.2012 20:18
Strandamaðurinn Timmi mættur á blámanni sínum til handfæraveiða.

18.05.2012 20:17
Þetta er afmælisgjöfin í ár eitt stykki bíll sem Ingimundur Jóhannsson fékk í afmælisgjöf um daginn

18.05.2012 19:39
Horft til Húnversku fjallana frá Drangsnesi í morgun í rjóma logni.



