Færslur: 2012 Júní
20.06.2012 22:46
Stórbændurnir Bassi og Billi Þorpari alltaf sprækir og léttir, þarna fékk Bassinn ávardagaseðilinn
20.06.2012 22:45
Laugarhóll á Ströndum í dag. Það er alltaf næg verkefni hjá snikkurunum og feðgunum á Svanshóli.
19.06.2012 18:56
Sexurnar frá Horni til Horns komnar til Hólmavíkur, þristarnir bættust í hópinn, hörku kellingar
Myndir teknar í hádeginu í dag við Ystaklif utanvert við Hrófberg, þær gistu í nótt í túnfætinum hjá Stakkanesbóndanum sem Sexurnar voru afar ánægðar með og sögðu hann fínasta kall sem hann auðvitað er. Þær gista á Finnahóteli hér á Hólmavík í nótt og halda svo göngunni áfram suðurávið í firramálið.
19.06.2012 17:36
Fimm verktakar buðu í níbyggingu vegarins frá Staðaránni í Steingrímsfirði og útfyrir Grænanes.
Strandavegur (643),
Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur
19.6.2012
Opnun tilboða 19. júní 2012. Endur- og nýlögn Strandavegar (643) frá Djúpvegi að Geirmundarstaðavegi í Steingrímsfjarðarbotni. Lengd Strandavegar á útboðskaflanum er 2,8 km. Aðrir vegir eru 0,4 km langir. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Strandabyggð.
Helstu magntölur eru:
Fylling og fláafleygar | 94.750 | m3 |
Rof- og slettuvarnir | 9.800 | m3 |
Skeringar í vegstæði | 63.800 | m3 |
- þar af bergskeringar | 16.900 | m3 |
Bergskeringar í námum | 12.700 | m3 |
Neðra burðarlag | 11.600 | m3 |
Efra burðarlag | 4.700 | m3 |
Tvöföld klæðing | 21.000 | m2 |
Verkinu skal að fullu lokið 15. nóvember 2013.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Áætlaður verktakakostnaður | 194.600.000 | 100,0 | 46.894 |
Þróttur ehf., Akranesi | 190.662.060 | 98,0 | 42.956 |
Nesey ehf., Selfossi | 175.000.000 | 89,9 | 27.294 |
Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki | 171.957.000 | 88,4 | 24.251 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 166.520.000 | 85,6 | 18.814 |
Verktakafélagið Glaumur ehf., Garðabæ | 147.706.200 | 75,9 | 0 |