Færslur: 2012 Júní
20.06.2012 22:46
Stórbændurnir Bassi og Billi Þorpari alltaf sprækir og léttir, þarna fékk Bassinn ávardagaseðilinn


20.06.2012 22:45
Laugarhóll á Ströndum í dag. Það er alltaf næg verkefni hjá snikkurunum og feðgunum á Svanshóli.


19.06.2012 18:56
Sexurnar frá Horni til Horns komnar til Hólmavíkur, þristarnir bættust í hópinn, hörku kellingar


Myndir teknar í hádeginu í dag við Ystaklif utanvert við Hrófberg, þær gistu í nótt í túnfætinum hjá Stakkanesbóndanum sem Sexurnar voru afar ánægðar með og sögðu hann fínasta kall sem hann auðvitað er. Þær gista á Finnahóteli hér á Hólmavík í nótt og halda svo göngunni áfram suðurávið í firramálið.
19.06.2012 17:36
Fimm verktakar buðu í níbyggingu vegarins frá Staðaránni í Steingrímsfirði og útfyrir Grænanes.

Strandavegur (643),
Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur
19.6.2012
Opnun tilboða 19. júní 2012. Endur- og nýlögn Strandavegar (643) frá Djúpvegi að Geirmundarstaðavegi í Steingrímsfjarðarbotni. Lengd Strandavegar á útboðskaflanum er 2,8 km. Aðrir vegir eru 0,4 km langir. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Strandabyggð.
Helstu magntölur eru:
Fylling og fláafleygar | 94.750 | m3 |
Rof- og slettuvarnir | 9.800 | m3 |
Skeringar í vegstæði | 63.800 | m3 |
- þar af bergskeringar | 16.900 | m3 |
Bergskeringar í námum | 12.700 | m3 |
Neðra burðarlag | 11.600 | m3 |
Efra burðarlag | 4.700 | m3 |
Tvöföld klæðing | 21.000 | m2 |
Verkinu skal að fullu lokið 15. nóvember 2013.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Áætlaður verktakakostnaður | 194.600.000 | 100,0 | 46.894 |
Þróttur ehf., Akranesi | 190.662.060 | 98,0 | 42.956 |
Nesey ehf., Selfossi | 175.000.000 | 89,9 | 27.294 |
Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki | 171.957.000 | 88,4 | 24.251 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 166.520.000 | 85,6 | 18.814 |
Verktakafélagið Glaumur ehf., Garðabæ | 147.706.200 | 75,9 | 0 |
18.06.2012 22:48
Þessi rúta með erlenda ferðamenn bilaði smávægilega í dag, loftrör við mótor fór að blása út.



18.06.2012 22:46
Nú er ráð að kveikja í brettahrúgunni sem yrði mikil hreinsun á þessum stað sem hefur ekkert batnað


16.06.2012 23:50
TF VIK á Hólmavíkurflugvellinum í dag og er að fara til Hornstrandanna fögru í einhverjar vikur


15.06.2012 20:49
Frændi vor góður HIP var í dag í kjallaranum á Volvó Pentunni, skildi MAN bátavélin vera betri?





15.06.2012 20:48
Allt að verða klárt undir vatnslistaverkið - lítur bara bærilega út.


13.06.2012 22:35
Þarna á ekki að koma minnisvarði um mig né þig heldur er það vatnslystaverk eftir Einar Hákonarson



12.06.2012 22:11
Myndir teknar inn við Svörtubakkana við níu Staðarárbúna í kvöldsólinni í kvöld.




12.06.2012 22:08
Stórbóndafrúin Unnur Þorgrímsdóttir á Broddadalsá hefur næg verkefni á sinni könnu-nú dúnninn


12.06.2012 22:05
Verktakasláttusláttufjölskyldan á Hólmavík er alltaf að slá um sig hér og þar um alla Hólmavík,flott



12.06.2012 22:05
Fuglahús og rekaviðardrumburinn hjá útgerðarfrúnni á Drangsnesi.

11.06.2012 22:44
Hlökk ST 66 tekin á land í dag og Gamla Víkin komin með glæ nítt höfuðfat, bara glæsilegt





11.06.2012 22:40
Myndir teknar við fjöruna á Undralandi í Kollafirðinum í dag.




11.06.2012 22:33
Þetta hafðist síðdegis í dag á fallegum og sólríkum sumar júní degi. Ekkert annað en frábært.
