Færslur: 2012 Júní
09.06.2012 19:51
Vaðalfjöll og nánasta umhverfi heimsótt í dag á björtum og sólríkum júnídegi
08.06.2012 22:04
Flottir hestar á stórbúinu Miðhúsum í Kollafirði á Ströndum.
07.06.2012 21:47
Einkahöfnin í Bakkagerði á Ströndum og bátur skáldsins sem bíður eiganda síns og níabílsins
06.06.2012 22:43
Þetta skil ég engan vegin, á hverju var ruslagámurinn tekin sem var þarna ég bara spyr - 4 stór bú
06.06.2012 22:42
Andstæður í morgun, hólminn í blóma en snjóar á heiðum 6 júní 2012.
06.06.2012 22:41
Flott landssag - Tóftarvík - og í bakgrunni sést Brattabrekka - Brekkutún og Líkfaralá
05.06.2012 22:00
Við Drangajökul.Þetta finnst mér mjög flott og vonandi veður þessi mynd sett á striga ásamt fleirum
05.06.2012 21:54
Strandveiðinýliðar að koma að landi í gær, Skyttan var með æðarþrengsli, Nonni fékk dráttinn
04.06.2012 21:08
Heimsótti í gær 3 júní fallegt Strandafjall í Árneshreppi Glifsu með útsýni um flestallar trissur.
02.06.2012 20:35
Aðsend grein frá fyrrverandi kennara og skólastjóra Grunn og tónskóla Hólmavíkur.
Nú er nóg komið! Reykjavík 1. júní 2012
Það er með sorg í hjarta að ég sest nú niður og skrifa þetta opna bréf um minn fyrrum ástkæra vinnustað Grunn- og Tónskólann á Hólmavík. Frá því að ég hætti störfum vorið 2011 eftir árs námsleyfi hef ég reynt að halda mig til hlés í umræðum skólastarfið á Hólmavík. En nú er svo komið að ég get ekki orða bundist lengur. Dropinn sem fyllti mælinn er úttekt á starfsemi Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Hún er morandi af staðreyndavillum höfðum eftir skólastjórnendum og þá sérstaklega skólastjóra. Í henni er að mínu mati markvisst haldið frá gögnum eins og t.d. stórri foreldrakönnun sem unnin var af þáverandi skólastjóra og aðstoðarskólastjóra vorið 2009. Gögnum sem t.a.m. birtast í B.Ed ritgerð Bjarna Ómars núverandi skólastjóra frá því í nóvember 2009 sem fjallar m.a. um stjórnun skólans. En þar hrósar Bjarni sérstaklega stjórnendum skólans, skólabrag, minnist á ánægju foreldra með skólann og framfarir í skólastarfi undanfarin ár og fleira og bendi ég sérstaklega á bls. 39 í því sambandi, en einnig marga aðra staði í ritgerðinni.
Því kemur það eins og ísköld vatnsgusa framan í mig að sjá að í skýrslunni er haft eftir skólastjóra að skólastarfið hafi einkennst af áralangri kyrrstöðu og sé í ákveðnu breytingarferli undir stjórn núverandi stjórnenda. Þetta er ekkert annað en árás á starfsheiður fyrrverandi skólastóra og í fullkominni mótsögn við skoðanir Bjarna skólastjóra árið 2009. Victori fyrrverandi skólastjóra var ekki boðið að andmæla þessari árás og er það að sögn lögfræðinga sem og umboðsmanns Alþingis hreinlega ólöglegt, auk þess sem það er hreinlega ósatt eins og svo margt sem haft er eftir skólastjórnendum í þessari úttekt. Þau atriði sem jákvæða athygli vekja í þessari skýrslu eins og Grænfáninn, samstarf Grunn- og Tónskólans, samstarf við Leikfélag Hólmavíkur, uppsetning söngleikja í unglingadeild, starfskynningar, Danmerkurferðir Grunnskólans og samstarf við erlenda tónskóla auk fleiri atriða eru t.a.m. öll runnin undan rifjum fyrrverandi skólastjórnenda.
Vorið 2011 sögðum við hjón upp stöðum okkar við skólann eftir að konan mín Lára Guðrún sem starfaði sem kennari við skólann treysti sér ekki til að starfa þar lengur vegna síendurtekinna lítilsvirðandi orða og athafna skólastjórnenda í hennar garð. Sem dæmi má taka "uppsett" atriði skólastjórnenda þar sem þau ræddu um í hvíslingum hversu auðvelt væri að losna við kennara með því að láta þá bara kenna eitthvað sem þeir vilja ekki. Það var ekki tilviljun að Lára var að vinna við tölvu í vinnuaðstöðu kennara og heyrði allt sem fram fór Er það faglegt??? Því miður er það ekki þannig að þetta sé eina dæmið um kennara eða starfsmann sem hætti vorið 2011 svipaðrar framkomu skólastjóra. Þá hefði maður haldið að nóg væri komið, en það er ekki aldeilis svo. Nú í vor ætla 5 kennarar að hætta við skólann, þar af a.m.k. 4 vegna framkomu stjórnenda og þá sérstaklega skólastjóra. Auk þess ætlar einn í námsleyfi. Tveir þessara kennara hafa sent sveitarstjórn og fræðslunefnd bréf þar sem a.m.k. annað bréfið lýsir hreinu einelti af hálfu skólastjóra, og hitt framkomu sem að mínu mati er ekkert annað en einelti. Í þau bréf ætla ég ekki að vitna í bili, en hef til þess fullkomið leyfi ef þarf. Frá öðrum tveimur hef ég líka fullt leyfi til að segja að þeir hætti vegna ítrekaðra samskiptavandamála við skólastjóra. Hvað ætla sveitarstjórn og fræðslunefnd að gera? Ætla þær að láta það viðgangast að skólastjóri hreki hæft og velmenntað starfsfólk úr skólanum með ofsafenginni framkomu og orðavali?
Fyrir nokkrum árum var það svo að eftir áralanga vinnu skólastjórnenda og þá sérstaklega Victors skólastjóra að allir kennarar skólans höfðu réttindi. Faggreinakennarar kenndu allar greinar í unglingadeild. Hvernig er staðan núna? Enginn faggreinakennari í dönsku, ensku, samfélagsfræði, náttúrufræði og stærðfræði er eftir. Er þetta tilviljun, og eru foreldrar sáttir við það að myndmenntakennari kenni eðlisfræði í unglingadeild eða danskan sé kennd af manni sem talar hana ekki sjálfur? Er það faglegt?????
Victor Örn Victorsson var ekki bara yfirmaður minn og frábær skólamaður sem alltaf hafði hagsmuni skólans að leiðarljósi og kom eins fram við alla, bæði starfsmenn, foreldra og nemendur. Af kurteisi, virðingu og sanngirni (ólíkt því sem nú er). Hann þarf ekki handleiðslu til að kunna að koma vel fram við fólk. Hann er líka vinur minn og á þessa árás ekki skilið eftir allt það starf sem hann hefur unnið fyrir Grunn- og Tónskólann á Hólmavík. Bæði á launum sem og í sjálfboðavinnu. Ég geri kröfu um það að hreppsnefnd Strandabyggðar hlutist til um að að þessi skýrsla verði fjarlægð af netinu og Victori gefin möguleiki á að andmæla. Einnig tel ég að áminna eigi stjórnendur fyrir það hreinlega að segja ósatt í skýrslunni og ég tel að skólinn væri mun betur settur með nýjum stjórnendum sem hefðu hagsmuni allra, bæði nemenda, foreldra og starfsfólks í huga við stjórnunina.
Ég gæti haft þetta bréf miklu, miklu lengra en hér ætla ég að láta staðar numið. Ég vil þó að lokum hvetja nemendur, foreldra þeirra og ættingja sem þekkja störf Victors að tala við hann og láta vita hvað þeim finnst um þessar ásakanir og lítilsvirðingu skólastjóra í hans garð. Þakka honum öll hans mörgu og margvíslegu störf í þágu skólans sem og samfélagsins. Ekki síst vil ég hvetja fyrrum samstarfsmenn hans að þakka honum fyrir og segja honum það persónulega að þeir standi ekki á bakvið þessar árásir á störf hans við skólann. Hann á það skilið af okkur sem unnum með honum að betri skóla og manneskjulegra umhverfi.
Virðingarfyllst,
Kristján Sigurðsson fyrrverandi aðstoðarskólastjóri og skólastjóri Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.
B-Ed í grunnskólakennarafræði, Dipl-Ed í menntunarfræði og M-Ed í náms og kennslufræði.
Heimildir:
Langar til að benda á eftirfarandi grein eftir Hörpu Hreinsdóttur íslenskufræðing og kennara frá 16. febrúar 2011 sem því miður sýnir að framkoma stjórnenda af þessu tagi er ekki einsdæmi.
http://harpa.blogg.is/2011-02-16/skolastjorar-sem-leggja-kennara-i-einelti/
Lokaritgerð Bjarna Ómars Haraldssonar.
http://skemman.is/stream/get/1946/4554/11847/1/faglegabyrgdogforysta_lokaverkefni_bedgradu_fixed.pdf