Færslur: 2012 Október

07.10.2012 20:32

Ágætisveður á Hólmavíkursvæðinu í dag.

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

07.10.2012 20:21

Flott æðarkolla.

 

 
 
 

 

06.10.2012 19:04

Umferð hér um Hólmavík hefur margfaldast eftir að vegur um Arnkötludal kom, 6 rútur í gær

 

 
 

Þökk sé þeim sem komu þessum veg á koppinn - veginum um Arnköttludal og Gaustal þó að örfáir hafi ekki viljað þennan veg en vilja hann í dag eins og var þegar ég ásat nokkrum vegaáhugamönnum söfnuðum á annað þúsund undirskriftum með áskorun um heilsársveg um Steingrímsfjarðarheiðina yrði gerður. Þann heiður á engin annar en Steingrímur Hermannsson þá samgönguráðherra. Síðustjóri fór með undirskriftarlistann til hans sem sagði hreint og beint út – þó fyrr hefði verið, þökk sé honum. Hér  eru myndir frá opnum vegarins um Arnkötludal 14 október 2009  >  http://nonni.123.is/photoalbums/161884/

 

06.10.2012 18:10

Víkurnes ST 10 á sjómannadag sennilega 1997.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

04.10.2012 21:51

Horft út fjörðinn í góða veðrinu í dag.

 

 
 
 
 
 
 
 

 

03.10.2012 21:46

Veturinn nálgast eins og sjá má.

 

 
 

 

03.10.2012 21:27

Eðalhöfðingi er á þessari mynd frá 1979 Baldur Sigurðsson jarðýtustjóri frá Odda Bjarnarfirði

Þarna er Baldur Sigurðsson Jarðýtustjóri frá Odda í afslöppun við Flugvöllinn á Gjögri.

 

03.10.2012 21:14

TILKYNNING FRÁ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGI STRANDASÝSLU.

 

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagi Strandasýslu verður haldinn kl 20.00 mánudaginn 8 október 2012 að Austurtúni 2 Hólmavík.

Jafnframt verður aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Strandasýslu.

DAGKRÁ:

1. Venjuleg aðalfundastörf.

2.  Kosning fulltrúa í Kjördæmisráð Norðvesturkjördæmis.

3. Önnur mál.

02.10.2012 22:56

Nokkrar línur til þeirra sem ráða fjölgun refastofnsins á Vestfjörðum og reyndar á öllu Íslandi

 

Í liðinni viku hringdi maður inn í þáttinn Virkir  Morgnar á rásar tvö sem er á milli 9 og 12 til þeirra Andra og Gunnudísar og þessi ágæti maður er á sumrin í sumarhúsi í Aðalvík á Hornströndum og hefur verið það af og til á sumrin í mörg ár og ég hvet ykkur sem skoðið þetta að klikka á þennan rásar tvö tengil þar sem þessi Hornstrandamaður segir um refinn og hvar hann er farin að gera greni undir sumarhúsunum sem þektist ekki fyrir nokkrum árum síðan, þetta byrjar á mínútu 85.22  > http://www.ruv.is/sarpurinn/virkir-morgnar/26092012-1 -  Góður sem hringdi inn til þeirra og svo koma þessar skammir (refurinn) frá Hornströndum og til okkar og ryksuga upp allt fuglalíf enda hefur það minkað stórlega síðustu árin hér um slóðir og annarstaðar á landinu, hverjum er það að kenna engum öðrum en þeim sem ráða för í ráðuneytum og við  Austurvöll og ekki minni ráðríki koma frá líffræðinga hjörðinni á ríkisjötunni sem virðist vera fastur áskrifandi að allskonar betlum og styrkjum svo sem að rannsaka lifnaðarhætti minka fyrir mörg hundruð miljónir á Snæfellsnesi og við Eyjarfjörð og örugglega víðar og svo var í fréttum um daginn að refabatterí sem er á Vestfjörðum var að biðja um styrk frá ríkinu til að rannsaka lifnaðarhærri refa því lík er nú vitleysan hjá þessu skrítna liði.

Ef Íslenskt lífríki á ekki að fara illa vegna háttsemi þeirra sem ráða för þá verða stjórnvöld stórlega spýta í lóaanna svo að blessaðir spörfuglarnir okkar ásamt rjúpunni hverfi ekki alveg af landi voru vegna fjölgunar refsins þó að það sé vitað í slæmu árferði á Grænlandi og óhægstaðs vindáttar  vegna veðurfars þá koma þúsundir rjúpna hingað til Ísland og eru hér í nokkra daga en fara svo aftur til sín heima ef þar að segja ekki hafi verið skotnar hér eins og ég hef lent í þó mest 1985 við Víðivelli í Staðardal og svo árið 1990 hér steinsnar frá Hólmavík. Þá er það spurningin vilja stjórnvöld frekar sjá bragðótta refi eta alla fugla upp til agna eða vilja stjórnvöld sem vonandi taka við að komandi vori sjá og heyra fallegan fuglasöng  eða einkvað eða algjöra þögn? Þögn sem örugglega fáir vilja.