Færslur: 2013 Janúar

10.01.2013 18:02

Í dag sem undanfarna daga hefur verið fljúgandi hálka á Ströndum þó mest upp að Felli og Steinadal


Myndir frá Sléttuvík á Nesströndinni þar sem er iðulega ef að er hálka á annað borð fljúgandi hálka eins og sést á myndunum. Það vantar stórlega meiri hálkuvörn á þjónustusvæði Vegagerðarinnar.

05.01.2013 20:01

Útför Sigmars B.Haukssonar fór fram að Stað í Staðardal í dag,blessuð sé minning hans,góða vinar





Að setjast niður og reina og hugleiða hvað ég geti sagt um góðan vin og frænda frá okkar fallegu sveit Staðardalnum á Ströndum þar sem sporin okkar liggja þvers og kruss um flesta staði. Sigmar B Hauksson alltaf kenndur við Víðivelli í Staðardal lést langt fyrir aldur fram sem engin reiknaði með, en bráðaveikindi eða nein veikindi gera sjaldan boð á undan sér. Við Sigmar vorum í góðu sambandi, hann hringdi oft í mánuði í mig að spyrja frétta frá sinni heima sveit og svo var hann líka heimagangur á æskuheimilinu mínu Hrófbergi og síðar hjá okkur skötuhjúum á Hólmavík.

Það má svo sannarlega segja um Sigmar að hann var sannur vinur vina sinna, þann vina sið mættu fleiri hafa tekið upp. Sigmar var flestum stundum í sínum fríum á Víðivöllum jafnt á sumrum og vetrum. Hann var mikill náttúruunnandi og labbaði mikið upp í dalinn sinn líka Vatnadalinn og Álftahnúkana þegar rjúpnatíminn var og hét. Ég gleymi ekki þegar hann hringdi í mig sem oftar og vildi endilega fá mig sem einn af stofnendum á veiðifélaginu Skotvís, ég tók nú ekki vel í það en sagði honum að ég skildi halda erindi um lifnaðarhætti rjúpunnar og refsins og svo framvegis, og erindið var flutt og það heyrðist hvorki hósti né stuna frá fundargestum og þar og með var sú umræða búin í bili. Sigmar kom á flest Þorra og Góu blótin sem hafa verið haldin hér á Hólmavík í allavega vegna veðrum og færð. Og hann var  með bestu kokkum landsins var með þætti í Sjónvarpinu um tíma og hann vann í mörg á hjá rúv og meira segja þegar hann frétti það að ég hafa skotið stærðarins útsel fram í Hrófbergshálsi sem hefði farið nokkra kílómetra eftir ís á firðinum og í gegnum girðingar og upp í hálsins var þessi frétt í beinni daginn eftir vegna þess að mbl var með þessa frétt fyrst, en það veiddust nokkrar tófur út á selin. Síðast þegar ég hitti hann Sigmar síðastliðið haust reiknaði ég ekki með því að þetta væri síðasta í sinn sem við hittumst í lifandi lífi, en við hittumst hinumegin hvar sem það mun vera. Ég þakka honum fyrir allt í gegnum árin og þau veiði ár sem mátti stunda heilbrigðar veiðar án einhverja boða og banna sem hafa nánast alltaf komið frá stjórnendum þessa lands sem hafa viljað friða allt og líka refinn sem etur margfalt meira af lífríki náttúrunnar en nokkrir veiðimenn. Takk fyrir Sigmar og við hittumst síðar það er ekki hvort heldur bara hvenær, ég votta systkinum Sigmars og fjölskildum þerra og sinum Sigmars dýpstu samúð mína og fjölskildum og vinum hvar sem þeir eru.

Jón Halldórsson

frá Hrófbergi.

02.01.2013 20:15

Helstu mínar fjallaferðir 2012.





23 júní heimsótti ég Mókollsdal sem er í uppsveitum Kollafjarðar - þar er leirholt sem átti að vinna úr sem postulín samkvæmt gömlum og sönnum heimildum.





27 maí fór ég í 3 sinn upp á Byrgisvíkurfjall  sem fólk ætti að heimsækja enda stutt að fara til dæmis frá Hólmavík.



2 júní skrapp yfir til Kaldalóns í djúpi og rölti  mér upp að Drangajökli í steikjandi hita, frábær ferð.



3 júní fór ég í sleðaferð norður til Ingólfsfjarðar og kom við á Glifssu sem er á milli Ingólfsfjarðar og Reykjafjarðar.


Heimsótti Vaðalfjöllin í 4 sinn 9 júní. Gott útsýni þaðan til allra átta.




28 júlí heimsótti ég Árneshrepp og rölti mér upp á Örkina sem er upp af Kjörvogi - glæsilegt útsýni  þaðan um allan Húnaflóann og flest flottustu fjöll á Ströndum.





18 ágúst lét ég svo verða af því að heimsækja Hafnarfjall í Borgarfirðinum í bongó blíðu, á þessar slóðir kem ég síðar, fagurt er útsýnið þaðan.