Færslur: 2013 Mars
10.03.2013 14:33
Góugleði Strandabyggðar níunda mars 2013 fleiri myndir á nonnanum > http://nonni.123.is
09.03.2013 16:43
Nokkrar myndir frá deginum í dag frá botni Steingrímsfjarðar og um Selströnd til Drangsnes.
09.03.2013 10:19
Innsti hluti Steingrímsfjarðar og svo Staðardalurinn með ralli vegi niður allan dal. Hlykkinn KK
07.03.2013 17:22
Nokkrar vetramyndir frá Hamingjubænum okkar fagra Hólmavík sem teknar voru í dag 7 mars.
06.03.2013 16:49
Í haust er merkisdagur hér á Hólmavík, 50 ár síðan að Einar Hansen kom að landi með Skjaldbökuna
Mér finnst að sveitastjórn Strandabyggðar eigi að mynnast þessa merka atburðar þegar norðmaðurinn - Hólmvíkingurinn og ekki síst náttúru og veiðimaðurinn Einar Hansen kom með til Hólmavíkur risaskjaldböku sem hann fann út af Gálmaströndinni 1 október 1963. Í haust verða 50 ár frá þessum merka atburði og ef ég hef tekið rétt eftir þá er búið að skýra uppfyllingargötuna sem er nefnd Skjaldbökuslóð. En í einni að mörgum nefndum Strandabyggðar kom upp umræða um að gera styttu af Einari og Skjaldbökunni sem yrði staðsett á svipuðum stað og núverandi vatnslystaverk er staðsett og það voru til fjármunir til verksins frá ýmsum sjóðum þar á meðal var styrkur úr pokasjóði til verksins og fleiri verka svo sem upplýsingarskilta sem átti þá að bjóða út en ekki hefur síðustjóri rekist á slík upplýsingarskilti á mínum göngum um götur og stræti Hólmavíkur.
Myndir Þórarinn Reykdal.
Tengill á frétt > http://www.visir.is/fann-risaskjaldboku-fyrir-46-arum/article/2009217463317
05.03.2013 21:16
Það bætir á snjóa núna og það er vond veðurspá framundan það hlaut að koma að því
05.03.2013 21:15
Aumingja lystaverkið helfrosið og vatnslaust, hvað gera bændur þá
05.03.2013 21:13
Er þetta ekki hann Andri á bölvuðu flandri í villu vega í Skólabrekkunni,fór of hratt miðað við getu
04.03.2013 21:39
Smá skutl til Mjóafjarðar í djúpi og hitti flotta bóndann sem þar er og kom við í Reykjanesinu.
03.03.2013 20:46
Þessar Álftir voru einkvað þreytulegar í gær inn við Hrófberg enda eru þær alltof snemma á ferðinni
02.03.2013 12:30
Hólmavíkurvefnum hefur borist eftirfarandi frá ósáttum íbúum Strandabyggðar - fleirum á Ströndum
01.03.2013 21:41
Afturför hjá KSH að fækka opnunartímum eins og auglýst er, frekar ætti að bæta hann og laga til
- 1
- 2