Færslur: 2015 Ágúst
19.08.2015 20:13
Nýmáluð og flott Hamravík ST 79 en eigandinn málaði sig ekki en gerir það örugglega 23 ágúst
19.08.2015 20:03
Krækiberin hafa tekið kipp til hins betra nú síðustu daga og geta verið bara nokkuð góð í haust
19.08.2015 19:59
Ljósleiðaraverktakinn er komin inn fyrir Broddanes við Kollafjörð
17.08.2015 21:36
Leitað að Makríl út af Húsavík í dag. Skúli ST 75 frá Drangsnesi en Makríllinn er kvu vera á innleið
17.08.2015 21:32
Norðurferð til Raufarhafnar 16 tíma örferð nokkrar myndir misvondar frá örferðinni ógurlegu
15.08.2015 17:58
Í dag komu þessar litlu flugþyrlur til Hólmavíkur og voru að fara til Ísafjarðar og eru þær Danskar
13.08.2015 19:25
Sólin kom loksins í morgun og þá var auðvitað flaggað en það stóð ekki lengi.
13.08.2015 18:57
Tveir gamlir annar þungt hugsi en hinn afslappaður. Grund á Ströndum í dag.
11.08.2015 17:36
Ljósleiðaramenn og Orkubúsmenn að störfum í Ennishálsinum í dag
11.08.2015 17:30
Útboð Vegagerðarinnar opnað í dag með nýjan veg um Bjarnarfjarðarháls til Bjarnarfjarðar
Útboð Vegagerðarinnar opnað í dag með nýjan veg um Bjarnarfjarðarháls
til Bjarnarfjarðar http://holmavik.123.is/blog/2012/11/05/637588/
--- http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/utbod/nidurstodur-utboda/nr/12328
Ekki voru margir sem buðu í (643) endur- og nýlögn Strandavegar (643) frá Drangsnesvegi utan Hálsgötu á Selströnd í Steingrímsfirði að heimreið að Svanshóli í Bjarnarfirði. Lengd útboðskaflans er 7,35 km - aðeins tveir buðu í verkið þó nokkuð yfir kostnaðaráætlun.
Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki Kr 413.310.000.00.-
Borgarverk ehf.,
Borgarnesi Kr 337.980.000.00-
Áætlaður verktakakostnaður Kr 281.203.000.00.-