Færslur: 2017 Desember

31.12.2017 16:07

Áramótahugleiðing. 31/12 2017.

35

35

Áramótahugleiðing.

Góðu vinir nær og fjær. Nú er árið 2017 að segja sitt síðasta og nýja árið 2018 tekur við á miðnætti. Árið er búið að vera viðburðarríkt hjá mér bæði innanlands sem utan getur ekki verið betra en það. En það var eitt sem ég ætlaði að gera á sumarsólskinshelgum í sumar en gerði ekki það var það að ég tjaldaði aldrei tjaldvagninum sem ég ætlaði að gera mikið af en í hittifyrra bara nokkrum sinnum en verður vonandi meira á komandi sumri. Útivistin var miðlungs þetta árið en fór í byrjun júlí til fundar við Lambatind sem ég hef hitt átta sinnum og 27 júlí labbaði ég á Snæfellsjökul í annað sinn í brakandi sólskins blíðu og stefni á hann aftur í sumar ásamt fleiri girnilegum fjöllum og jöklum. En það eitt já bara eitt það er hve er ansi langt til fólksins míns á fjöllunum við fljótið þar sem ormurinn er hvergi sjáanlegur nema með brengluðu hugarfari og myndum. En þarna á ég yndislega afa stelpu Sóleyju Þrá sem bræðir mitt gamla hjarta en mamman og pabbinn eru dugleg að senda mér myndir af henni. Og ekki má gleyma syninum mínum sem er komin með dásæmdar unnustu og þau búa á Reykjarvíkursvæðinu. Fór í nokkrar sleða ferðir norður til Drangajökuls - Reykjarfjarðar og líka til Glámusvæðisins og kíkti langleiðina til Bíldudals. Og ekki má gleyma ferðinni vestur til Bolungarvíkur til að fylgjast með drullunni í Mýrarboltanum sem var/er eftirminnileg ferð sem hefur breitt talsvert á ýmsum sviðum hjá mér þó ég fari ekki nánar út í það en þessi Miðtún eru eins og þau eru með smá breytilegum tilþrifum. En í lokin var árið gott hjá mér og vonandi hjá ykkur líka og nýir spennandi tímar taka við á komandi árinu 2018. Virðum hvort annað og höfum gaman af lífinu meðan það er til staðar og verum ávallt hress og ekkert stress góðu vinir bless bless.

Nonni.

Mynd af kallinum á toppi Lambatinds. 

12.12.2017 17:24

Eyjar.

16

12.12.2017 17:21

Hólmavík.

15

05.12.2017 17:13

Nú er byrjað að borga eftir heitu vatni við Hvamm í Bjarnarfirði.

5

6

7

Og það er Ræktunarsamband flóa og skeiða sem sér um að bora og vonast eftir að heitt vatn sé á þessu borunnarsvæði .

  • 1