17.04.2007 22:39
Olíuhreinsistöð á Strandirnar.
En ef þetta er allt satt og rétt sem þessir höfðingjar segja sem fjölmiðlarnir töluðu við, ráðamenn og þann mann sem var talað við í Kastljósþætti í fyrradag Ólaf Egilsson sennilega sendiherra? þá væri albesta lausnin að hafa þessa olíuhreinsistöð skammt frá Gjögri í Árneshreppi þar sem nægt er landrými til allra átta ásamt því að aðdjúpt er við Gjögurbryggjuna og lítið mál að gera góða höfn þar, og þar er líka góður flugvöllur. Og líka það að rafmagn er skammt undan Gjögri með virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, plús öllu því sem fylgir svona batteríi. Nýr vegur norður í Árneshrepp á næstu 3 til 8 árum væri algjör demantur fyrir allar Strandirnar og Vestfirðinga í heild.
En til vara væri hægt að reisa þessa olíustöð á Bjarnarnesi á Selströnd þar sem landrými er örugglega alveg nægt fyrir svona starfssemi. Gerum meira en tölum um svona hugmynd, komum Ströndunum á Íslandskortið. Tími Strandanna er að skella á.
Gjögur svæðið í allri sinni mynd.
Gjögurflugvöllur og Reykjarneshyrnan í baksýn.
Varðan á Bæjarfellinu. Bjarnarnes í baksýn og Húnaflóinn.