03.05.2007 23:26

Hvar eru allir frambjóðendirnir í NVK eg spyr.

                                                

Ekki fer mikið fyrir frambjóðendunum hér á Hólmavík. Ef eg man það rétt þá er aðeins tveir frambjóðendur sem hafa haldið stjórnmálafund hér á Hólmavík, þau Einar Kr.Guðfinnsson Sjávarútvegsráðherra og Herdís Þórðardóttir fiskverkandi á Akranesi, sum sé frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í NVK. Jú Einar Oddur fór til þeirra Drangsnesinga um daginn, en ekki kom hann hingað til Hólmavíkur.

Þetta er afleit hvað frambjóðendur á 21 öldinni eru hryllilega sljógir og áhugalausir að láta sjá sig hér á Hólmavík. En kommarnir VG - hafa víst einhvað látið sjá sig á Drangsnesi og í Árneshreppnum. Það eina sem eg veit um þann fund sem Jón Bjarnasson frá Asparvík á Bölum í Kaldrannaneshreppi ásamt fleirum kommum, það eina sem Jón sagði var þetta, (mér var sagt) að hann talaði og talaði og talaði og talaði um ekki neitt. VG liðið er alltaf á móti öllu,og getur aldrei bent á eitt eða neitt, til dæmis hvað á að koma í staðin fyrir ef vestfirðingar vilji ekki svo sem álver eða olíuhreinsistöð til dæmis á Gjögri (sjá hér neðar 17/04),hvað á þá að koma í staðin fyrir nafnið stóriðju? Allavega geta VG kompaníið ekki bent á neitt annað en bara annað, sem er fráleitt. Ekki var Steingrímur J góður nú í kvöld í yfirheyrslu Kastljósmanna, hann kom mjög illa út úr þættinum, bara eitthvað annað er alltaf sama sagan hjá þessu kommaliði.

Ekki hef eg tekið eftir Samfylkjingunni í mínum ferðum enda eru sem betur fer fáir þannig í þeim klúbbi á Strandasvæðinu, og fer ört fækkandi eftir að Inga Solla tók formannssætið af Össa Skarp sem er miklu meiri atkvæðamaður en Solla. Össur sagði við mig einu sinni fyrir ansi mörgum árum síðan að þegar hann væri orðin fimmtugur sem hann er fyrir nokkru síðan, þá mundi hann fara í framboð fyrir Vestfjarðarkjördæmi og bygga sér hús upp við Hrófbergsvatn og vera það eins og greifinn frá Monti Carlo, og pissa uppí undan vindi og það í kaldan freran. Það vill svo til að eg á eitt og annað á teipi um Össa Skarp, kannski meira um það síðar.

Framsóknarflokkurinn hef eg lítið að segja um, hann er að eyða sér sjálfur með góðum árangri formanns síns sjálfs. Sennilega héldu XB liðið fund hér á Hólmavík eldsnemma á morgni til sem var vart sjáanlegur vegna rýrnunar. Spillingar þrífast vel í XB samanber Landsvirkjunarformanninn Palla Magg og 10 daga málið hennar Jónínu Bjartmarz.

Íslandshreyfingin hans Ómars Ragnarssonar hefur ekki sést á mínum slóðum, ekki einu sinni frúin. En Pálína Vagnsdóttir Bolvíkingur og söng og gleðikona með meiru er í framboði hér í NVK og skipar 1 sætið. Pálínu þekki eg ekki neitt en hef einu sinni tekið nokkur lög með henni ásamt systur hennar Soffíu þann 17 júní árið 2000 í afmælisveislu sem var haldin í stóru húsi í Bolungarvík sem heitir Hóll, rétt við kirkjuna. En syngjandi stjórnmálamaður er hún örugglega ágæt, en þær hugmyndir sem Íslandshreyfingin er með á sinni könnu um allt skuli vera GRÆNT? og engin má gera eitt eða neitt nema setja flugvöll í flestalla firði og stytta alla bíla umtalsvert og að setja á lengri bíla tolla og svo framvegis er fáránlegt. Passar ekkert fyrir okkur sem eigum heima á kjálkanum. Um að gera að bændur virkji sínar sprænur ef þeir geta og hafi hag af því.

Frjálslyndi Flokkurinn með (adda kitta gau) Guðjón Arnar Kristjánsson í brúnni er örugglega gott, en Margret Sverrisdóttir lék rangan leik þegar hún yfirgaf kafteinin og í staðin kom sleggjan innfyrir borðstokkinn með það fyrir augum að lyfta flokknum upp. Eg veit ekki hvort það takist hjá kafteininum. En eg hef þekkt Guðjón Arnar í mörg ár og hann var mikil aflakló á sínum tíma, en hvort honum muni takast að afla um 16% til að ná líka inn sleggjunni Kristnni H.Gunnarssyni veit eg ekki, allt er hægt ef stefnan er góð, þá verður stefnan að vera  það góð að siglt sé framhjá öllum þeim skerjum til að koma skútunni heilli í höfn, með tvo innanborðs. En að endingu veit eg það á mánudagin kemur þann 7 maí heldur Frjálslyndi Flokkurinn framboðsfund á Cafe Riis kl 20.00.

Stjórnmál nú á tímum eru frekar í daufari kantinum miðað við sem áður var. En það þýðir ekkert að væla þó að maður sjái ekki nema smá brot af þeim frambjóðendum sem eru í framboði.Nú á tímum hafa flestir tölvur, en þó ekki allir. En það styttist í þann 12 maí, kosningar og ekki síst júróvíson.