05.05.2007 22:57

Hrefnu og hvalveiðar við Ísland.

Í síðustu viku þegar hrefnuveiðimaðurinn og Hólmvíkingurinn Gunnar Jóhannsson kafteinn á Dröfn RE 35,var að fanga hrefnu hér skamnt frá Hólmavík var vegið ansi hart að honum á vef Stranda.is, þannig að hann væri í algjöru óleyfi að veiða hrefnu í Steingrímsfirði. Og strandavefurinn vitnaði í einhver hvalafriðunarsamtök og sýndu kort af Steingrímsfirði þar sem var teiknað inná að hrefnuveiðar í Steingrímsfirði væru bannaðar. Og svo koma fram að fréttaritari og Hólmvíkingar væru undrandi á því að sjá hrefnu skotna nánast við fjöruborðið. Og eftir því sem eg hef heyrt hefur hrefnu og hvalavinur á Hólmavík sent kvörtun til Haftró með þetta athæfi Strandamannsins Gunnars Jóhannssonar. En það kort sem umrætti vefur birti á sínum vef er víst komið frá hvalfriðunarsamtökunum sem vilja alfarið að allar hrefnu og hvalveiðar verði bannaðar með öllu um aldur og æfi.

Eg tek það fram þó að vefstjórinn sem á og rekur þennan Hólmavíkurvef .www.123.is/holmavik sé talsvert skildur Gunnari Jóhannssyni hrefnuveiðimanni, þá verð eg að segja það að hann Gunnar var að gera allt löglegt sem varðar þessar hrefnuveiðar. Kafteininn fór eftir þeim lagareglum sem honum voru settar þegar hann hóf þessar ágætu veiðar. Eg get ekki skilið þá öfga sem sumir sjá í því að fanga örfáar hrefnur og eða hvali.

Á síðasta hausti þegar hvalaveiðar voru leyfðar og þær skornar í hvalstöðinni í Hvalfirði kom eg og kynnti mér þetta að eigin raun. Þegar eg kom í Hvalstöðina var verið að skera einn hvalinn og það voru mörg hundruð manns saman komin til að fylgjast með skurðinum. Og eg hef heyrt það að ferðaþjónar í Hvalfirði hafi verið mjög ánægðir með það að fá svolítið meira klink í baukinn, svipað og þegar hvalveiðarnar voru upp á sitt besta. Engar áhyggur þurfum við að hafa á að Gunnsi Jóa útrými hrefnustofninum, nóg er til af þeirri skepnu. Og að endingu þetta. Strandir fyrir alla þá sem nytja munu alla þá veiðistofna sem eru í boði hverju sinni, og þaug tækifæri,sem eru á boðstólum. Hvað annað.