07.05.2007 23:28

Íbúafundur v/Hamingjudagana var haldin í kvöld.

Í kvöld var haldin góður Íbúafundur í félagsheimilinu hér á Hólmavík vegna Hamingjudagana sem verða síðustu helgina í júní næstkomandi. Nýráðin framkvæmdastjóri Hamingjudagana 2007 Bjarni Ómar Haraldsson fór yfir sviðið hvað stæði til að gera á Hamingjudögunum þetta árið. Það verður mikið um að vera á Hamingjudögunum, sem verða með talsvert breyttu sniði, sem verður kynnt síðar. Og þann 19 maí verður lagakeppni Hamingjudagana og vænst er eftir talsverðum fjölda af Hamingjulögum af öllum gerðum. Og tiltektardagurinn er á næstu grösum. Þá er bara að vona það að allir verði hamingjusamir sem er engin spurning, með það fyrir augum að virkja og höndla hamingjuna á réttan hátt. Nánar hér.