22.05.2007 23:30

Allt fullt af ref.


  
       

Það virðist vera allt fu1lt af refum á Ströndum núna hvert sem litið er,þar að seigja ef menn eru á ferðinni seint á kvöldin eða á nóttunni. Bændur á minni póstleið hafa verið að salla þær niður þegar flestallir eru gengnir til náða. Einn bóndin fékk tvær í fyrrinótt sem hann plaffaði á úr fjárhúsunum en missti þá þriðju. Og annar bóndi er búin að fá fjórar en veit um fleiri,og æðarbændur hafa verið að frétta af refagangi við varpstöðvarnar,fyrir utan alla aðra bragðarefi sem eru á ferðum nætursins. Sumsé refir út um allt.