24.05.2007 22:38

Himbrimar.

Fyrir nokkrum dögum fyldist eg með tveim Himbrimum sem voru í Hólmavíkurhöfninni í nokkra daga að skoða þorpið. Himbrimi er mjög fallegur og áberandi fugl þó sérstaklega á vötnum ásamt Lómnum. Svona að gamni mínu smellti eg myndum af þessum fallegum fuglum sem eru örugglega farnir núna að huga að hreiðurgerð við einhvert vatnið hér skammt frá.