28.05.2007 00:21

Sleðaferð til Stranda-norður.

Um hádegisbilið í dag var haldið til Stranda-norður af 10 sleðagörpum frá Hólmavík, í rjómablíðu, glampandi sól og stafalogni. Förinni var heitið til Drangajökuls og nágrenni hans. Og uppaf Hljóðarbungu hittu sleðafararnir skíðafólk sem komu frá Ísafirði,lögðu upp frá Bæjum á Snæfjallaströnd um kl 10.00, og sleðahópurinn hitti þennan hóp um kl 15.30 og förinni var heitið til Reykjarfjarðar til tveggja daga dvalar á þessum yndislega náttúrustað sem er engu líkur.. Á Drangajökli í dag var glampandi sól og hiti góður. Þannig að sólarvörnin var að vera með í för, ef fólk ætlaði sér að fara til Stranda norður. Frábær dagur.Fleiri myndir er að finna hér.