29.05.2007 22:43

Tröllatungu og Þorskafjarðarheiðar eru enn ómokaðar.

Í rúv fréttum sem koma frá Ísafirði nú í kvöld var sagt það að og haft eftir starfsmanni Vegagerðarinnar að Þorskafjarðarheiði yrði ekki mokuð fyrr en eftir hálfan mánuð, vegna þess að það væri meiri snjór á heiðinni en undanfarin ár?. En með Tröllatunguheiðina var lítið sem ekkert vitað um hvenær ætti að opna hana, og sömuleiðis var sami söngur með Steinadalsheiðina. Eg skrapp uppá Tröllatunguheiðina eftir kl 20.00 nú áðan og eg fór nú ekki langt, en samt komst eg með góðu móti uppað Miðheiðarvatni. En eg hitti mann nú áðan sem fór yfir heiðina í dag og hann sagði mér það að það væri ekki mikill snjór á veginum núna miðað við oft áður á þessum tíma. En vefstjóri þessa Hólmavíkurvefs hvetur vegagerðina að moka fyrnefndar heiðar sem allra fyrst, ekki bíða með það í hálfan mánuð. Það er góð hitaspá framundan, þannig að það ekki eftir neinu að bíða.          Myndirnar teknar um kl 21.00 nú í kvöld.